Blˇ­banki

Deildarstjˇri er Fanney Stefßnsdˇttir ŮjˇnustutÝmi Blˇ­bankans er: Mßnudaga – fimmtudaga kl. 08:15- 15:00á Loka­ ß f÷stud÷gum Ů˙ getur or­i­

Blˇ­banki


 • Deildarstjóri er Fanney Stefánsdóttir

Þjónustutími Blóðbankans er: Mánudaga – fimmtudaga kl. 08:15- 15:00  Lokað á föstudögum

Þú getur orðið blóðgjafi ef þú ert:

 • Fullfrísk/ur
 • lyfjalaus
 • á aldrinum 18-60 ára
 • vegur meira en 50 kg
 • Við komu í Blóðbankann þarft þú að framvísa persónuskilríkjum með mynd.


Við fyrstu komu gefur þú ekki blóð. Þá eru einungis tekin blóðsýni til:

 • blóðflokkunar og rauðkornamótefnaskimunar
 • járnbirgðamælingar
 • almennra blóðrannsókna
 • skimunar fyrir lifrarbólgu B, C og HIV
 • Eftir u.þ.b. 14 daga mátt þú koma og gefa blóð ef niðurstöður blóðrannsókna eru í lagi. Ef eitthvað er athugavert við niðurstöðurnar er haft samband við þig.


Í tengslum við blóðgjöf er mikilvægt að:

 • vera heil/l heilsu, úthvíld/ur
 • vera án lyfja
 • hafa borðað og drukkið vel fyrir blóðgjöfina
 • gefa sér góðan tíma en sjálf blóðgjöfin tekur 5-8 mínútur en heimsóknin í heild tekur að jafnaði 30-40 mínútur
 • jafna sig vel á eftir og við mælum með hressingu á kaffistofunni.
 • hlífa handlegg á eftir blóðgjöf til að forðast mar.
 • drekka vel fyrstu 5-6 klst. eftir blóðgjöfina.
 • ekki er ráðlagt að fara í líkamsrækt eða sund sama dag og blóð er gefið.

Konur mega gefa blóð á 4 mánaða fresti.

Karlar mega gefa blóð á 3 mánaða fresti. 

Með því að gefa blóð gefur þú dýrmæta gjöf og getur þannig bjargað mannslífi á einfaldan hátt.  

Nánari upplýsingar eru í síma 463 0241 og 860 0537 og á www.blodbankinn.is

Sj˙krah˙si­ ß Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112