Skipulag og stjˇrnun

Sj˙krah˙si­ ß Akureyri veitir almenna og sÚrhŠf­a heilbrig­is■jˇnustu, ■ar sem ßhersla er l÷g­ ß brß­a■jˇnustu og helstu sÚrgreiname­fer­ir. Ůa­ er anna­

Skipulag og stjˇrnun

Stjórnskipulag og skipurit Sjúkrahússins á AkureyriSjúkrahúsið á Akureyri veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu, þar sem áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir. Það er annað tveggja sérgreinasjúkrahúsa landsins og gegnir lykilhlutverki í almannavörnum. Sjúkrahúsið er kennslusjúkrahús og þekkingarstofnun sem leggur metnað sinn í kennslu og rannsóknir í heilbrigðisvísindum. Sjúkrahúsið á Akureyri leggur áherslu á samvinnu við heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni, tekur þátt í uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á landsvísu og er miðstöð sjúkraflugs í landinu.

Starfsemi sjúkrahússins er skipt upp í þrjú klínísk svið: bráða-, fræðslu- og gæðasvið, handlækningasvið og lyflækningasvið. Auk klínísku sviðanna er starfrækt fjármálasvið. Einn framkvæmdastjóri er yfir hverju sviðanna sem auk forstjórans skipa framkvæmdastjórn Sjúkrahússins á Akureyri.

Samkvæmt skipuriti gegnir framkvæmdastjóri hjúkrunar jafnframt stöðu framkvæmdastjóra bráða-, fræðslu- og gæðasviðs og framkvæmdastjóri lækninga gegnir jafnframt stöðu framkvæmdastjóra handlækningasviðs.

Stjórnskipulagið á að þjóna starfsemi og verkefnum sjúkrahússins á hverjum tíma þannig að saman fari þjónusta byggð á gagnreyndri þekkingu og góðri samvinnu, öryggi sjúklinga og ráðdeild í rekstri. Skipurit Sjúkrahússins á Akureyri verður því endurskoðað árlega, í samræmi við brýnustu verkefnin á hverju ári.

ÖRYGGI - SAMVINNA - FRAMSÆKNI

Sj˙krah˙si­ ß Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112