FramkvŠmdastjˇri lŠkninga

FramkvŠmdastjˇri lŠkninga er Sigur­ur Einar Sigur­sson. Hann gegnir einnig starfi framkvŠmdastjˇra handlŠkningasvi­s. Um framkvŠmdastjˇra hj˙krunar og

FramkvŠmdastjˇri lŠkninga

Sigurður Einar Sigurðsson framkvæmdastjóri lækningaFramkvæmdastjóri lækninga er Sigurður Einar Sigurðsson. Hann gegnir einnig starfi framkvæmdastjóra handlækningasviðs.

Um framkvæmdastjóra hjúkrunar og lækninga segir í 10. grein heilbrigðislaga nr. 40/2007 um fagstjórnendur: Á heilbrigðisstofnun skal starfa framkvæmdastjóri lækninga, framkvæmdastjóri hjúkrunar og eftir atvikum aðrir faglegir yfirstjórnendur sem bera faglega ábyrgð á þjónustu stofnunarinnar gagnvart forstjóra.“

Ábyrgð framkvæmdastjóra hjúkrunar og lækninga verður sem hér segir:

 1. Framkvæmdastjórar lækninga og hjúkrunar eru jafnframt framkvæmdastjórar tilgreindra klínískra sviða og heyra þannig beint undir forstjóra og bera ábyrgð gagnvart honum. Eðli málsins samkvæmt sitja þeir í framkvæmdastjórn. Þeir bera ábyrgð á að móta sýn og markmið faglegra málefna er varða meðferð sjúklinga og faglega þróun heilbrigðisstarfsmanna.

Framkvæmdastjóri lækninga ber ábyrgð á lækningum á sjúkrahúsinu. Hann styður sérstaklega við faglega þróun lækninga og starfsþróun lækna og læknaritara en ber einnig að efla faglega þróun allra annarra heilbrigðisstétta¹ í samvinnu við aðra framkvæmdastjóra.

Framkvæmdastjóri hjúkrunar ber ábyrgð á starfi hjúkrunar á sjúkrahúsinu. Hann styður við faglega þróun hjúkrunar og starfsþróun hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra, sjúkraliða en ber einnig að efla faglega þróun allra annarra heilbrigðisstétta, í samvinnu við aðra framkvæmdastjóra.

 2. Framkvæmdastjórar lækninga og hjúkrunar starfa með klínískum sviðum til að tryggja fagleg vinnubrögð gagnvart sjúklingum. Framkvæmdastjórum klínískra sviða  ber að taka mið af stefnumörkun framkvæmdastjóra lækninga og hjúkrunar í þessum efnum.

 3. Forstöðumönnum einstakra starfseininga ber að taka tillit til athugasemda og ábendinga framkvæmdastjóra lækninga og hjúkrunar varðandi öll fagleg málefni, sýn og markmið sjúkrahússins í heild. Slíkar athugasemdir skulu þó vera viðkomandi klínískum framkvæmdastjórum kunnar áður en þær eru kynntar forstöðumönnum.

 4. Framkvæmdastjóri hjúkrunar er tengiliður við aðrar heilbrigðisstofnanir og aðra starfsemi um málefni er tengjast hjúkrun.

 5. Framkvæmdastjóri lækninga er tengiliður við aðrar heilbrigðisstofnanir og aðra starfsemi um málefni er tengjast lækningum.

Sj˙krah˙si­ ß Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112