FrŠ­astarfsemi

Sj˙krah˙si­ ß Akureyri er kennslusj˙krah˙s og gegnir ■vÝ mikilvŠgu hlutverki Ý daglegu starfi var­andi kennslu og mˇtt÷ku heilbrig­isnema. ┴ Sj˙krah˙sinu

FrŠ­astarfsemi og endurmenntun

Sjúkrahúsið á Akureyri er kennslusjúkrahús og gegnir því mikilvægu hlutverki í daglegu starfi varðandi kennslu og móttöku heilbrigðisnema.

Á Sjúkrahúsinu á Akureyri fer fram með einum eða öðrum hætti, klínísk þjálfun langflestra nemenda í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri (HA) auk læknanema frá Háskóla Íslands (HÍ) og annarra nema í heilbrigðistengdum greinum. Stærstir eru hópar nemenda frá HA í hjúkrunarfræði og iðjuþjálfunarfræði. Þá koma einnig til þjálfunar nemendur úr öðrum greinum s.s. læknisfræði, ljósmóðurfræði, sjúkraþjálfun, sjúkraliðar, lífeindafræði, geislafræði svo eitthvað sé nefnt.

Sjúkrahúsið á Akureyri verður því að hafa til reiðu, fyrir nemendur og starfsmenn þessara stofnana, aðstöðu til klínísks náms og fræðastarfs. Nokkrir starfsmenn spítalans hafa því jafnframt kennslustöður við HA og HÍ. Samningur milli Verkmenntaskólans á Akureyri og Sjúkrahússins á Akureyri um verknám nemenda á sjúkraliðabraut í VMA var undirritaður árið 2011. Einnig eru til samstarfssamningar á milli Sjúkrahússins á Akureyri og HA og HÍ um menntun nema frá þeim skólum.

Deild kennslu, vísinda og gæða er ætlað að hafa yfirsýn yfir nám nemenda í heilbrigðisgreinum á Sjúkrahúsinu á Akureyri og styðja við kennsluhlutverk starfsmanna. Deildinni er einnig ætlað að móta stefnu og hafa forystu um framkvæmd framhalds- og símenntunar á SAk og gangast fyrir samskiptum og samvinnu við innlendar og erlendar háskólastofnanir.

Innlendir nemar jafnt sem erlendir nemar fá þjónustu á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Markmiðið er að skapa góðar aðstæður til náms og kennslu fyrir nemendur úr öllum greinum heilbrigðisfræða og í ljósi gagnvirkra samstarfssamninga.

Viðamikil fræðslustarfsemi á sér stað innan veggja Sjúkrahússins á Akureyri. Deild kennslu og vísinda leggur áherslu á þverfaglega fræðslustarfsemi en annars leggur hver grein áherslu á fræðslu innan síns sviðs. Stór hluti allrar símenntunar/fræðslu sem stendur starfsfólki til boða innan Sjúkarhússins á Akureyri er fyrst og fremst skipulögð innan hverrar deildar og/eða milli fagstétta, með eða án milligöngu deildar kennslu og vísinda. Deildirnar hafa einnig haft sérstaka fræðsludaga sem eru þá að jafnaði opnir starfsfólki annarra deilda og jafnvel fagfólki utanhúss.

Hlutverk deildar kennslu og vísinda felur í sér að halda utan um, aðstoða og gefa ráð varðandi skipulagningu fræðslu og námskeiða.

Hugrún Hjörleifsdóttir fræðslustjóri vinnur að öllu því sem snertir fræðslumál hjúkrunar og hefur aðstoðað starfsfólk hjúkrunar við skipulagningu ýmis konar fræðsluviðburða eða málþinga.

 

Sj˙krah˙si­ ß Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112