VÝsindastarf

Deild kennslu, vÝsinda og gŠ­a er Štla­ a­ hafa umsjˇn me­ vÝsindastarfsemi vi­ Sj˙krah˙si­ ß Akureyri og ■rˇa ■ß starfsemi frekar. Sj˙krah˙si­ hefur sett

VÝsindastarf

Deild kennslu, vísinda og gæða er ætlað að hafa umsjón með vísindastarfsemi við Sjúkrahúsið á Akureyri og þróa þá starfsemi frekar. Sjúkrahúsið hefur sett sér stefnu í vísindum en forsendur góðrar heilbrigðisþjónustu eru rannsóknir og þróunarvinna ásamt möguleikum til að nýta sér nýja þekkingu. Öflugt vísindastarf við SAk eflir gæði þjónustu, mannauð og gerir sjúkrahúsið að aðlaðandi vinnustað fyrir framsækið fagfólk.

Vísindasjóður var stofnaður árið 2013 og er markmið sjóðsins að efla vísindarannsóknir við sjúkrahúsið. Stjórn sjóðsins sér fyrst og fremst um að afla fjármuna og stýra úthlutun styrkja. Árið 2015 veitti sjóðurinn þrjá styrki til vísindastarfa.

Vísindaráð er starfrækt við sjúkrahúsið og er skipað af forstjóra til fjögurra ára í senn. Hlutverk ráðsins er að móta vísindastefnu og sjá um kynningu á því vísindastarfi sem fram fer á sjúkrahúsinu. Þá er vísindaráð til ráðgjafar við veitingu viðurkenninga fyrir vísindastörf á Sjúkrahúsinu á Akureyri og jafnframt vera deild kennslu og vísinda til ráðgjafar um þau verkefni sem snúa að háskóla- og vísindastarfi og þróun heilbrigðisvísinda. Fræðslustjóri situr fundi vísindaráðs og starfar með því við skipulagningu vísindamála.

Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri (HHA) er vísindaleg rannsóknastofnun sem til var stofnað með rammasamningi um samstarf milli Sjúkrahússins á Akureyri og Háskólans á Akureyri árið 2002. HHA er sameiginlegur vettvangur starfsmanna sjúkrahússins og háskólans til eflingar kennslu, þjálfunar og rannsókna í heilbrigðisvísindum, miðlunar þekkingar og kynningar á rannsóknum starfsmanna. 

Árlega eru haldnir vísindadagar í samvinnu SAk og HHA þar sem markverðar vísindaniðurstöður eru kynntar fyrir starfsfólki sjúkrahússins, fræðimönnum og almenningi. Vísindadagar voru haldnir í fyrsta sinn árið 2009.

Sj˙krah˙si­ ß Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112