Gæðastefna
Sjúkrahúsið á Akureyri hefur sett sér gæðastefnu þar sem grundvöllur gæðastarfsins er sjúklingurinn og aðstandendur hans. Með gæðastefnunni setur SAk sér þau markmið að:
- Uppfylla þarfir og væntingar skjólstæðinga.
- Veita skjólstæðingum skilvirka og örugga þjónustu.
- Gæðahandbók sé virk og notendavæn.
- Tryggja þjónustu óháð skipulagi.
- Ferli séu sniðin að þörfum sjúklinga og aðstandenda.
- Þverfaglegt samstarf og teymisvinna sé í fyrirrúmi.
- Vinna markvisst að stöðugum umbótum.
- Fylgjast með lykilþáttum í starfseminni.
- Bregðast kerfisbundið við frávikum.
- Birgjar uppfylli skilgreindar þarfir, gæðakröfur og gæðastaðla.
- Starfsmenn séu virkir þátttakendur í gæðastarfi.
- Sjúkrahúsið sé faggilt skv. DNV –GL Healthcare og vottað skv. ISO 9001, 14001, 27001 og 45001.
- Fylgja viðeigandi kröfum.
Forstjóri, framkvæmdastjórn, heilbrigðisstarfsfólk og stjórnendur bera ábyrgð á því að gæðastefnu SAk sé framfylgt. Með gæðastarfi sjúkrahússins skal séð til þess að úrbætur og fyrirbyggjandi aðgerðir sem gripið er til innan stofnunarinnar sé hrint í framkvæmd, árangur mældur og fylgst sé með framvindu þeirra.