Á vegum sjúkrahússins er starfræktur gjafasjóður kt. 490514-0230 og
bankareikningur númer 565-26-654321.
Sjóðurinn hefur það hlutverk að taka við gjafaframlögum sem sjúkrahúsinu berast.
Því fé sem honum berst er varið til tækjakaupa í þágu sjúklinga og fæst þá endurgreiddur virðisaukaskattur af kaupverði. Á liðnum árum hefur sjóðurinn notið velvildar félagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga sem hafa með framlögum sínum gert sjúkrahúsinu kleift að kaupa stóran hluta þess tækjabúnaðar sem nauðsynlegur hefur verið til að fylgja eðlilegri framþróun og nauðsynlegri endurnýjun. Þá hefur sjóðurinn einnig fengið umtalsverðar erfðagjafir.
Minningarkort:
Kortin eru til sölu í anddyri sjúkrahússins og í bókabúð Pennans Eymundsson í Hafnarstræti.
Einnig er hægt að hringja í síma sjúkrahússins 463 0100 og óska eftir því að kortin séu árituð og send beint til aðstandanda. Í þeim tilfellum er greitt með millifærslu í gegnum síma.
Uppfært: þri 15.jan 2019