: Sjúkrahúsið á Akureyri  

Sjúkrahúsið á Akureyri

JafnlaunavottunSjúkrahúsið á Akureyri hlaut jafnlaunavottun á starfsemi sinni í janúar 2020 að lokinni úttekt BSI. Vottunin er veitt til þriggja ára í

Jafnlaunavottun

Jafnlaunavottun
SkírteiniSjúkrahúsið á Akureyri hlaut jafnlaunavottun á starfsemi sinni í janúar 2020 að lokinni úttekt BSI. Vottunin er veitt til þriggja ára í senn og fer viðhaldsvottun fram árlega.

Jafnlaunavottun er staðfesting þess efnis að jafnlaunakerfi sjúkrahússins samræmist jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012. Vottunin staðfestir jafnframt að sjúkrahúsið hafi sett sér jafnlaunastefnu og að til staðar séu formlegar, skjalfestar verklagsreglur sem uppfylla kröfur um að málefnaleg og fagleg sjónarmið séu höfð að leiðarljósi við launaákvarðanir.

Frekari upplýsingar um jafnlaunavottun má nálgast á heimasíðu stjórnarráðsins:
https://www.stjornarradid.is/verkefni/mannrettindi-og-jafnretti/jafnretti/jafnlaunavottun/  

Jafnlaunakerfi
Uppbygging jafnlaunakerfisins fylgir meginlínum um uppbyggingu gæðakerfis og er hluti af gæðahandbók sjúkrahússins. Unnið er að því að uppfylla kröfur ÍST 85:2012 staðalsins um jafnlaunakerfið með stefnuskjölum, verklagsreglum, vinnuleiðbeiningum og skilgreindum skrám sem sýna fram á þann árangur sem næst. Í jafnlaunakerfinu er stuðst við almennar verklagsreglur um rekstur gæðakerfisins en auk þess eru sértækar verklagsreglur sem snúa að jöfnum launum.

Jafnlaunakerfið er gæðakerfi sem byggir á grunnröðun starfa í starfsmatskerfi ásamt jafnlaunaviðmiðum á borð við kjara- og stofnanasamninga, kerfið er í stöðugu umbótaferli. Launagreining er gerð reglulega þar sem farið er yfir öll þau frávik sem kunna að koma upp svo tryggt sé að greidd séu jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Grunnröðun starfa byggir á starfsmatskerfi heilbrigðisþjónustu Bretlands „NHS Job evaluation“ sem hefur verið aðlagað að íslenskum aðstæðum. Starfsmatskerfið var notað til að meta með hlutlægum viðmiðum þær grunnkröfur sem gerðar eru til starfsfólks í mismunandi störfum, óháð hæfni þeirra einstaklinga sem sinna þeim í dag. Starfsmatskerfið er endurskoðað reglulega í tengslum við rýni stjórnenda á jafnlaunakerfinu til að tryggja að viðmiðin séu viðeigandi og málefnaleg. Ákvarðanir varðandi breytingar á starfsmatskerfinu eru teknar af stýrihópi jafnlaunakerfisins.

Ábyrgðaraðilar
Stýrihópur jafnlaunavottunar samanstendur af þremur fulltrúum, þeir eru forstjóri, mannauðsstjóri og mannauðsráðgjafi kjaramála. Hlutverk hópsins er að afgreiða einstök erindi sem ekki falla innan ramma stofnanasamninga.  Mannauðsráðgjafi kjaramála hefur umsjón með rekstri jafnlaunakerfis.

Skylt efni
Launastefna
Jafnréttisstefna
Mannauðsstefna

Sjúkrahúsið á Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112