Sjúkrahúsið á Akureyri

Í lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, er kveðið á um að fyrirtæki skuli gera áætlun um jafnréttismál þar sem

Jafnréttisstefna

Í lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, er kveðið á um að fyrirtæki skuli gera áætlun um jafnréttismál þar sem sérstaklega sé kveðið á um markmið og aðgerðir í jafnréttismálum.

Jafnréttisstefna Sjúkrahússins á Akureyri er yfirlýsing sjúkrahússins um markmið í jafnréttismálum. Auk stefnunnar er sett fram jafnréttisáætlun er lýsir markmiðunum nánar og þeim aðgerðum sem nauðsynlegar eru, jafnframt því sem skilgreind eru verkefni og ábyrgðarmenn með þeim. Yfirmenn deilda bera ábyrgð á því að ákvæðum jafnréttisstefnunar og áætlana á grundvelli hennar sé framfylgt eftir því sem við á, en endanleg ábyrgð á jafnréttisstarfi innan sjúkrahússins hvílir á forstjóra.

JAFNRÉTTISSTEFNA SJÚKRAHÚSSINS Á AKUREYRI

65. gr. stjórnarskrárinnar segir: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.“

  • Sjúkrahúsið á Akureyri er vinnustaður þar sem lögð er áhersla á virkt jafnrétti á öllum sviðum starfseminnar.
  • Sjúkrahúsið á Akureyri er vinnustaður þar sem lögð er áhersla á gagnsæi í ákvörðunum er lúta að framgangi í starfi og og launum og þar sem tryggt er að konur og karlar njóti jafnra launa og kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf.
  • Sjúkrahúsið á Akureyri er vinnustaður þar sem lögð er áhersla á að kynna sjúkrahúsið sem áhugaverðan vinnustað fyrir bæði kynin og leitast er við að jafna hlutföll kynjanna í öllum starfshópum (stéttum) innan stofnunarinnar. Laus störf eru opin jafnt konum og körlum.
  • Sjúkrahúsið á Akureyri er vinnustaður þar sem lögð er áhersla á jafnan hlut karla og kvenna í stjórnunarstörfum á grunni faglegrar hæfni einstaklinganna.
  • Sjúkrahúsið á Akureyri er vinnustaður þar sem lögð er áhersla á jafnt hlutfall milli karla og kvenna í nefndum, ráðum og verkefnastjórnum sem skipað er í á vegum sjúkrahússins.
  • Sjúkrahúsið á Akureyri er vinnustaður þar sem lögð er áhersla á að konur og karlar njóti jafnra tækifæra til endurmenntunar og starfsþróunar.
  • Sjúkrahúsið á Akureyri er vinnustaður þar sem lögð er áhersla á að starfsfólk, bæði karlar og konur, eigi kost á að samræma fjölskylduábyrgð og starfsábyrgð með sveigjanlegum vinnutíma.
  • Sjúkrahúsið á Akureyri er vinnustaður þar sem lögð er áhersla á að komið sé í veg fyrir einelti og kynferðislega áreitni.
  • Sjúkrahúsið á Akureyri er vinnustaður þar sem lögð er áhersla á að starfsmenningin stuðli að því að réttindi sjúklinga séu virt.

Sjúkrahúsið á Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112