Kandídatsstöður 2017-2018
Stefnt er að því að auglýsa kandídatsstöður á Íslandi fyrir
kandídatsárið 2017–2018, í september 2016. Þeir sem óska eftir að koma inn á árið 2016-2017 sendi fyrirspurnir á netfangið
sigruni@landspitali.is, gjarnan með fylgiskjali með umsókn um kandídatsár og öðrum umsóknargögnum (sjá lið 7 í
fylgiskjalinu).
Fylgiskjal með umsókn um kandídatsár á Íslandi
2016-2017.
Móttökudagar 2017
Móttökudagar fyrir kandídatahópinn 2017–2018 verða haldnir dagana 12.–15. júní 2017. Gert er ráð fyrir að allir
kandídatar mæti á þá. Störf á deildum og heilsugæslustöðvum hefjast 19. júní 2017.
Ráðningasamningar miðast við 12. júní, nema aðstæður leyfi það ekki og óskað sé sérstaklega eftir að kandídatsárið hefjist á öðrum tímum. Kandídatssár, sem hefst með móttökudögum 12. júní 2017, lýkur 17. júní 2018 ef allt gengur vel.
Á móttökudögum verður dagskrá sem hugsuð er sérstaklega með þarfir kandídata í huga og miðast bæði við starf á sjúkrahúsi og heilsugæslustöð.
Uppfært: þri 19.júl 2016