Sjúkrahúsið á Akureyri

Mannauðsstefna Sjúkrahússins á Akureyri er leiðarljós stjórnenda og starfsfólks sjúkrahússins sem gerir Sjúkrahúsið á Akureyri framsækinn og

Mannauðsstefna

Mannauðsstefna Sjúkrahússins á Akureyri er leiðarljós stjórnenda og starfsfólks sjúkrahússins sem gerir Sjúkrahúsið á Akureyri framsækinn og eftirsóknarverðan vinnustað.  

Mannauðsstefnan er sett fram til að stuðla að góðum vinnustað þar sem byggt er á víðtækri samvinnu, gagnkvæmri virðingu og að færni starfsfólks fái að njóta sín og dafna. Hún byggir á grunngildum sjúkrahússins sem eru: ÖRYGGI, SAMVINNA og FRAMSÆKNI.

Starfsmannaþjónustan hefur yfirumsjón með framkvæmd mannauðsstefnunnar og veitir stjórnendum og starfsfólki sérfræðiþjónustu og aðstoð í þeim málum sem undir hana heyra. 

Hér verður fjallað um hvern þátt mannauðsstefnunnar.  

Ráðningar,  starfslýsingar og kjör  
Lögð er áhersla á að ráða til starfa og halda í hæfileikaríka einstaklinga. Við val á starfsfólki er menntun, reynsla, færni og hæfni höfð að leiðarljósi.

Með því að : Ábyrgð: Tími
Ávallt séu fyrirliggjandi kröfur til starfs og starfslýsingar. Stjórnendur. Endurskoðað á þriggja ára fresti.
Tryggja að rétt og faglega sé staðið að ráðningum. Stjórnendur, starfsmannaþjónusta. Sífellt.
Tekið sé vel á móti nýju starfsfólki og tryggt að það fái nauðsynlegar upplýsingar, kynningu og aðlögun á vinnustaðnum. Stjórnendur, starfsmannaþjónusta. Sífellt.
Í launa- og kjaramálum sé farið eftir gildandi kjara- og   stofnanasamningum á hverjum tíma. Framkvæmdastjórn, starfsmannaþjónusta. Sífellt.

 

Stjórnun, réttindi og skyldur 
Öllu starfsfólki ber að fara að lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Lögð er áhersla á sameiginlega ábyrgð starfsfólks og stjórnenda við að veita bestu mögulegu þjónustu.

Með því að: Ábyrgð: Tími
Stjórnendur tileinki sér góða stjórnunarhætti með jákvæðu viðhorfi til samstarfsfólks og virku upplýsingastreymi og dreifingu valds og ábyrgðar. Framkvæmdastjórn, stjórnendur. Sífellt.
Stjórnendur og starfsfólk vinni sameiginlega að markmiðum sjúkrahússins, virði og kunni skil á þeim meginreglum laga og reglugerða sem gilda um starfsvettvanginn. Stjórnendur, starfsfólk. Sífellt.
Starfsfólk leitist við að laga sig að breytilegum kröfum sem til þess eru gerðar á hverjum tíma, t.d. varðandi fagleg og tæknileg atriði. Stjórnendur, starfsfólk. Sífellt.

 

Starfsþróun og fræðsla
Lögð er áhersla á að gefa starfsfólki tækifæri til starfsþróunar með markvissri þjálfun og fræðslu. Mikilvægt er að starfsfólk miðli þekkingu og reynslu sín á milli og til nýs starfsfólks og nema.

Með því að: Ábyrgð: Tími
Starfsþróun sé reglubundinn þáttur í starfsáætlun deilda. Stjórnendur, starfsfólk. Árlega.
Allt starfsfólk taki þátt í starfsmannasamtali. Stjórnendur, starfsmannaþjónusta, starfsfólk. Árlega.
Starfsfólk sé hvatt til þátttöku í vísinda-, þróunar-, og gæðastarfi. Stjórnendur, starfsmannaþjónusta, deild mennta og vísinda. Sífellt.
Skipuleggja og standa að fræðslu fyrir starfsfólk. Starfsmannaþjónusta,fræðsluráð, deild mennta og vísinda. Sífellt.

 

 

Vinnuumhverfi, öryggi og heilsa
Gott og öruggt vinnuumhverfi er lykilþáttur í góðri líðan starfsfólks. Ábyrgðin á heilsu okkar og vellíðan er sameiginlegt verkefni sem mikilvægt er að stjórnendur og starfsfólk taki fullan þátt í.

Með því að: Ábyrgð: Tími
Samskipti starfsfólks innan og utan sjúkrahússins grundvallist á virðingu fyrir tilvist, þekkingu og skoðunum annarra. Stjórnendur, starfsfólk. Sífellt.
Starfsfólk sé hvatt til að leggja rækt við eigin heilsu með ástundun heilbrigðs lífernis. Stjórnendur, starfsmannaþjónusta, starfsfólk. Sífellt.
Allar deildir sjúkrahússins geri skriflega áætlun um öryggi og aðbúnað á vinnustað (áhættumat) og framfylgi henni lögum samkvæmt. Stjórnendur, öryggisverðir, öryggistrúnaðarmenn. Árlega.
Líða ekki einelti, kynferðislega áreitni eða aðra þá framkomu sem skapi öðrum vanlíðan eða óöryggi. Stjórnendur, starfsmannaþjónusta, starfsfólk. Sífellt.
Á sjúkrahúsinu sé starfandi stuðningsteymi, þar sem starfsfólki standi til boða stuðningsviðtöl. Forstjóri. Sífellt.
Veita starfsmönnum ráðgjöf og leiðbeiningar um úrræði vegna lífstíls- og vinnutengds heilsuvanda, þ.m.t. kulnun og vinnuálag. Starfsmannaþjónusta. Sífellt.

 

Jafnrétti
Lögð er áhersla á jafnrétti án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.

Með því að: Ábyrgð: Tími
Hafa starfandi jafnréttisnefnd á sjúkrahúsinu, sem framfylgi stefnu og áætlun sjúkrahússins í jafnréttismálum. Jafnréttisstefna og jafnréttisáætlun er hluti mannauðsstefnunnar. Forstjóri. Sífellt.
Starfsfólk virði jafnréttisstefnuna og vinni í anda hennar. Starfsfólk. Sífellt.


Siðfræði
Lögð er áhersla á mikilvægi þess að starfsfólk virði trúnað gagnvart sjúklingum og réttindum þeirra sem og trúnað gagnvart samstarfsfólki um persónuleg og viðkvæm mál. 

Með því að: Ábyrgð: Tími
Starfsfólk vinni eftir siðareglum starfsstétta. Stjórnendur, starfsfólk. Sífellt.
Starfandi sé siðanefnd á sjúkrahúsinu. Vísindarannsóknir fari fram samkvæmt leyfi og reglum hennar. Forstjóri. Sífellt.
Við ráðningu, á kynningarfundum með nýliðum og í annarri fræðslu fyrir starfsfólk sé mikilvægi trúnaðar rætt. Stjórnendur, starfsmannaþjónusta. Sífellt.


Starfslok
Lögð er áhersla á að koma til móts við starfsfólk þegar líður að starfslokum. 

Með því að: Ábyrgð: Tími
Gefa starfsfólki tækifæri á að breyta starfshlutfalli sínu síðustu misserin í starfi. Stjórnendur. Sífellt.
Bjóða starfsfólki sem nálgast starfslok, vegna aldurs, námskeið til að undirbúa þau tímamót. Stjórnendur, starfsmannaþjónusta. Sífellt.
Starfsfólki bjóðist starfslokaviðtal þegar það lætur af starfi. Stjórnendur, starfsmannaþjónusta. Sífellt.

 

Sjúkrahúsið á Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112