Öryggisstefna SAk hefur það að markmiði að gera sjúkrahúsið að öruggum, framsæknum og eftirsóknarverðum vinnustað þar sem sjúklingar, starfsmenn og aðrir geti farið um og dvalið án þess að heilsu þeirra sé hætta búin.
Umfang
Öryggisstefnan tekur til allrar starfsemi á vegum SAk og jafnframt til þeirra er starfa tímabundið á vegum stofnunarinnar sem utanaðkomandi verktakar, nemar eða þjónustuaðilar.
Markmið
Leitast skal við að uppfylla eftirfarandi við alla starfsemi innan sjúkrahússins:
• Að á SAk sé starfað á öruggan og ábyrgan hátt og þannig verði öryggi starfsmanna og skjólstæðinga sjúkrahússins tryggt eins og best verður á kosið.
• Að starfsmenn sjúkrahússins þekki öryggisstefnuna, hagi störfum skv. henni og styðji við stefnuna í sínum daglegu störfum.
• Að hugað sé að því að verja eignir og starfsemi gegn áföllum sem gætu haft áhrif á rekstraröryggi og afkomu sjúkrahússins.
• Að gætt verði að umhverfismálum og starfseminni hagað á umhverfisvænan hátt.
Leiðir að markmiði
Unnið skal að markmiðum stefnunnar með eftirfarandi hætti:
• Fylgja opinberum reglum um öryggi, aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum.
• Áhættumeta og greina reglulega starfsumhverfi ásamt því að grípa til aðgerða þar sem áhættumat gefur til kynna þörf á aðgerðum.
• Fylgja reglum um aðgang og aðgangsstýringar og stýra aðgengi að viðkvæmum rýmum.
• Fylgja opinberum reglum um vinnuvernd, brunavarnir og eigið eldvarnareftirlit.
• Fylgja eftir eldvarnarstefnu.
• Tryggja virkni öryggiskerfa með reglubundnum skoðunum og prófunum.
• Gerð viðbragðsáætlana sem eru reglulega yfirfarnar og æfðar.
• Tryggja fræðslu til starfsmanna um öryggis- og starfsumhverfismál.
• Starfsmenn tileinki sér rétt vinnubrögð sem séu í samræmi við gildandi verklagsreglur og leiðbeiningar í gæðahandbók.
Ábyrgð
Forstjóri ber skv. lögum ábyrgð á starfsumhverfi SAk.
Öryggisstjóri er yfirmaður öryggismála hjá SAk og ber skv. starfslýsingu ábyrgð á að sjúkrahúsið starfi skv. öryggisstefnunni.
Uppfært: mán 1.nóv 2021