Á Sjúkrahúsinu á Akureyri er leitast við að búa öllum sjúklingum og aðstandendum eins góða aðstöðu og unnt er hverju sinni.
Útvarp/sjónvarp/tölvur:
Útvarp er við hvert rúm og sjónvörp eru ýmist við hvert rúm eða sameiginleg á hverri sjúkrastofu. Þá eru sjónvörp í dagstofu hverrar deildar. Einnig er hægt að hafa með sér tölvur ef fólk vill, svo og farsíma. Á flestum deildum er aðgengi að nettengdri tölvu fyrir sjúklinga og hægt er að tengjast þráðlausu neti.
Hraðbanki:
Hraðbanki er í kjallara.
Túlkaþjónusta:
Hægt er að fá þjónustu túlka. Þú skalt ræða við þinn hjúkrunarfræðing eða lækni finnist þér þú þurfa að nýta þér slíka þjónustu.
Félagsráðgjöf:
Félagsráðgjafi er starfandi alla virka daga á öllum deildum sjúkrahússins. Hægt er að óska eftir þjónustu félagsráðgjafa beint eða í gegnum vakthafandi hjúkrunarfræðinga og lækna.
Markmið félagsráðgjafaþjónustu sjúkrahússins er að veita sjúklingum og fjölskyldum þeirra stuðning í persónulegum málum, þannig að þeim verði auðveldara að fást við daglegt líf, oft út frá breyttum forsendum, s.s.:
- Varðandi félagsleg réttindi og þjónustu, almannatryggingar og fjárhag.
- Varðandi tilfinningalega líðan og upplifanir af breytingum sem sjúkdómar og áföll hafa í för með sér
Boðið er uppá einkaviðtöl sem og viðtöl við aðstandendur sjúklings, hjóna- og fjölskylduviðtöl.
Uppfært: fim 14.jan 2021