Við innlögn á Sjúkrahúsið á Akureyri biðjum við sjúklinga að hafa með sér:
- Þau lyf sem viðkomandi notar, lyfjakort eða yfirlit yfir lyf úr lyfjaskömmtun
- Snyrtivörur s.s. tannbursta, tannkrem, greiðu og rakvél
- Góða inniskó sem styðja vel við fætur
- Náttslopp. Þó er hægt að fá lánaðan slopp á sjúkrahúsinu
- Hjálpartæki s.s. heyrnartæki og gleraugu
- Hjálpartæki s.s. staf, göngugrind, hjólastól
- Peninga eða greiðslukort t.d. fyrir símakorti eða til að nota í sjálfsala
- Léttan fatnað sem þægilegt er að klæðast
Gott er einnig að taka með sér matvæli eða drykkjarföng sem þú vilt og getur borðað á milli mála.
Sjúklingar geta haft með sér eigin farsíma og fartölvur en sjúkrahúsið getur ekki borið ábyrgð ef tækin tapast eða skemmast.
Ekki er tekin ábyrgð á persónulegum munum sjúklinga sem geymdir eru á sjúkrastofum. Við viljum benda þér á að fá verðmæti geymd í læstum skáp á vaktherbergi.
Vinsamlegast skiljið verðmæti eins og peninga og skartgripi eftir heima eins og unnt er.
Uppfært: mið 7.mar 2012