Viðbragðsstjórn SAk beinir þeim tilmælum til fólks að heimsækja ekki veika aðstandendur fyrr en 14 dögum eftir heimkomu erlendis frá.
Ef aðstæður eru þannig að heimsókn er metin mikilvæg er heimsóknargestur beðinn um að vera með skurðstofugrímu og spritta hendur. Þetta gildir aðeins að því gefnu að viðkomandi hafi engin einkenni sem geta bent til COVID-19 eða hafi umgengist einstakling með sjúkdóminn á síðustu 14 dögum. Skurðstofugrímu er hægt að kaupa í apóteki eða nálgast á deild sjúklings í samráði við starfsfólk.
Heimsóknir verða leyfðar með eftirfarandi takmörkunum:
- Aðeins einn fullorðinn heimsóknargestur til sjúklings á dag (leyfilegt er að gestur hafi fylgdarmann með sér inn og út af deild)
- Gestir mega ekki hafa kvefeinkenni, hita, hósta, slappleika eða beinverki
- Gestir mega ekki hafa verið í tengslum við COVID-19 smitaðan einstakling síðastliðna 14 daga
- Gestir noti grímu og virði 2 m regluna og spritti hendur áður en farið er inn á stofu.
- Hægt er að setja meiri takmarkanir hjá sjúklingum sem eru sérstaklega viðkvæmir.
Eftirfarandi heimsóknartímar eru í gildi alla daga
- Barnadeild: kl. 14:00-22:00
- Fæðingadeild:
- Viðverða aðstandanda á fæðingadeild SAk frá 24.11.2020
- Einn aðstandandi má koma með konu í ómskoðun og áhættumæðravernd og hann þarf að viðhafa almenna smitgát, spritta hendur og nota andlitsgrímu. Öll viðvera er háð því að hann hafi ekki engin einkenni sýkingar og sé ekki í sóttkví.
- Maki má vera með konu í fæðingu og sængurlegu, svo framarlega sem hann hafi ekki nein merki sýkingar, sé ekki í einangrun og hafi ekki umgengist mögulega smitaðan einstakling síðustu 10 daga.
- Einkennalaus maki getur verið með konu í keisaraskurði og dvalið með henni á deildinni í sængurlegu.
- Eingöngu er einn aðstandandi leyfilegur í fæðingu.
- Ekki eru aðrar heimsóknir leyfðar nema í algjörum undantekingar tilfellum.
- Geðdeild: kl. 19:00-21:00 eða eftir samkomulagi
- Gjörgæsludeild: kl. 14:00-20:00 annars eftir samkomulagi við starfsfólk
- Kristnesspítali: kl. 16:00-18:00 annars eftir samkomulagi við starfsfólk.
- Lyflækningadeild og skurðlækningadeild: kl. 15:00-18:00
- Hvíldartími sjúklinga er á milli 13:00-14:00.
- Að gefnu tilefni vill starfsfólk ítreka að ofangreindir heimsóknartímar gilda.
- Ef þörf er á heimsóknum utan þessa tíma verður að hafa samband við starfsfólk.
- Vöknun: Enginn heimsóknartími
- Vökustofa: kl. 14:00-20:00
- Aðrar deildir: kl. 15:30-16:00 og 19:00-20:00
Gert er ráð fyrir að þessar reglur verði endurmetnar.
Uppfært: þri 24.nóv 2020