MËSA og MRSA smit

Hva­ er MËSA sřking? Methicillin ËnŠmur Staphylococcus Aureus (MËSA)Methicillin Resistant Staphylococcus Aureus (MRSA) Staphylococcus aureus er me­al

MËSA og MRSA smit

Hvað er MÓSA sýking?

Methicillin Ónæmur Staphylococcus Aureus (MÓSA)
Methicillin Resistant Staphylococcus Aureus (MRSA)

Staphylococcus aureus er meðal algengustu sýkingavalda í mönnum. Algengt er að fólk beri bakteríuna í nefi eða á húð án nokkurra einkenna, þaðan getur hún borist í sár eða viðkæma einstaklinga og valdið sýkingum. Sýkingarnar eru misalvarlegar, allt frá einföldum húðsýkingum til lífshættulegra blóðsýkinga.

Methicillin ónæmir Staphylococcus aureus, þ.e. MÓSA, eru stofnar sem eru ónæmir fyrir hefðbundum Staphylococca lyfjum og oft öðrum sýklalyfjum að auki. Því getur verið um fá sýklalyf að velja við sýkingum af völdum MÓSA sem gerir meðhöndlun erfiðari.

Einstaklingar sem eru með MÓSA sýkingu eða bera bakteríuna án einkenna eru algengasta uppspretta dreifingar. Helsta dreifingarleiðin til sjúklinga er með höndum starfsmanna sem sleppa handhreinsun eða framkvæma hana ekki á fullnægjandi hátt.Mjög mikilvægt er að halda MÓSA sýkingum utan við sjúkrahúsin.

Því þurfa allir sem:

  • hafa þurft að leita á sjúkrahús erlendis sl. 6 mánuði
  • búa undir saman þaki og einstaklingur sem er með staðfesta MÓSAsýkingu
  • hafa sjálfir greinst með MÓSA

að láta vita af því ÁÐUR en viðkomandi leggst inn á sjúkrahús eða fer inn á bráðamóttöku.Hvernig fær maður MÓSA?

Allir geta fengið MÓSA sýkingu en þeir sem eru með skert ónæmiskerfi eða einhverja húðkvilla eins og t.d. exem eru í meiri hættu. Bakterían berst með snertingu manna á milli, annað hvort beint með höndum eða með snertingu við mengaða hluti í umhverfi og því er handhreinsun mikilvægasta leiðin til að hindra dreifingu hennar. 

Ísland er eitt fárra landa í heiminum þar sem MÓSA hefur ekki náð fótfestu og er til mikils að vinna að svo verði áfram.

Meðferð, ef hugsanlegt er að einstaklingur beri smit

Allir sem hugsanlega geta borið smit af MÓSA er vísað inn i herbergi þar sem hægt er að viðhafa snertismitsvarúð. Taka þarf nokkur sýni til að greina hvort um MÓSA er að ræða eða ekki.

Það tekur 2–3 daga að fá niðurstöður þessa rannsókna og á meðan þarf að gæta þess að hugsanlegt smit berist sem minnst innan deildarinnar og því þarf herbergið að vera lokað og starfsfólk og aðstandendur þurfa að klæðast viðeigandi hlífðarfatnaði.

Þetta þarf að gera til að gæta hagsmuna allra sem leita þurfa á stofnunina, sumir hafa minna mótstöðuafl og það þarf ætíð að huga að slíku.

Einstaklingar sem fara í  gengum þetta ferli eru því beðnir að sýna þolinmæði og hafa í huga að þetta er líka í þeirra þágu. Þjónusta við þá á ekki að vera verri að neinu leiti nema hvað gæta þarf áður nefndra varúðaráðstafanna.

Heimsóknir meðan sjúklingur, sem hugsanlega er með smit, liggur inni Þurfa því miður að vera takmarkaðar og í samráði við starfsfólk og sjúklinginn sjálfan.

Unnið upp úr gæðaskjali Sýkingavarnanefndar Sjúkrahússins á Akureyri. Maí 2012.

Sj˙krah˙si­ ß Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112