Mötuneyti

Opnunartímar matsals sjúkrahússins eru eftirfarandi: Virkir dagar kl. 8:30 - 15:30 Þjónustutími málsverða: Morgunverður 8:30 - 10:00 Hádegisverður

Eldhús

Opnunartímar matsals sjúkrahússins eru eftirfarandi:

Virkir dagar kl. 8:30 - 15:30

Þjónustutími málsverða:

  • Morgunverður 8:30 - 10:00
  • Hádegisverður 11:30 - 13:15
  • Síðdegiskaffi 15:00 - 15:30 

Laugardagar og sunnudagar kl. 9:00 - 13:00

 Þjónustutími málsverða:

  • Morgunverður 9:00 - 10:00
  • Hádegisverður 12.00 - 13:00

Á opnunartíma matsalar er alltaf hægt að fá sér kaffi, te, vatn og einnig er hægt að kaupa ávexti, skyr, jógúrt og þess háttar.

Eldhús sér um alla matseld fyrir sjúklinga og ber jafnframt ábyrgð á matsal fyrir starfsmenn, nema, aðstandendur sjúklinga og gesti. Í eldhúsi er unnið á þrískiptum vöktum frá kl. 07:30 á morgnana til kl. 20:00 á kvöldin. Það eru framleiddir að jafnaði um 400 matarskammtar í hádegi.

Í eldhúsi starfa næringarrekstrarfræðingur sem jafnframt er forstöðumaður, matartæknar og aðstoðarfólk, auk þess sem næringarfræðingur er starfsfólki eldhúss til aðstoðar.

Ráðlagðir dagskammtar fyrir Íslendinga eru til viðmiðunar við gerð matseðla og norrænar ráðleggingar fyrir sjúklinga sömuleiðis. Eldhúsið sér um að allir sjúklingar fái góðar og næringarríkar máltíðir í samræmi við þarfir þeirra.

Við gerð matseðla er hugað að samspili næringar, bragðs, útlits, gæða og kostnaðar.

Á morgnana er boðið upp á hefðbundin morgunmat. Heitur matur með eftirmat er framreiddur í hádegi og súpa/grautur, smurt brauð og ávöxtur að kvöldi. Heimabakað kaffibrauð er í boði í kaffitíma, kaffibrauð og eða ávextir í kvöldhressingu. Tekið er tillit til hátíðisdaga.

Smellið á tengilinn til að skoða matseðil vikunnar og næringarupplýsingar:

Matseðill vikunnar
Matseðill vikunnar

Forstöðumaður eldhúss er Haukur Geir Gröndal.

Matarmiðar eru seldir á símavakt við inngang B.  

Sjúkrahúsið á Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112