RÚttindi sj˙klinga

Vakin er athygli ß rÚtti sj˙klinga. Sj˙klingar eiga rÚtt ß: A­ halda reisn sinni ■rßtt fyrir veikindi og a­ komi­ sÚ fram vi­ ■ß af vir­ingu. A­ taka

RÚttindi sj˙klinga

Vakin er athygli á rétti sjúklinga. Sjúklingar eiga rétt á:

 • Að halda reisn sinni þrátt fyrir veikindi og að komið sé fram við þá af virðingu.
 • Að taka upplýstar ákvarðanir um meðferð, rannsóknir og vera aðili í umræðum þar að lútandi.
 • Að hafna eða stöðva meðferð.
 • Að fyllsta trúnaðar sé gætt og að skráðar upplýsingar séu vistaðar á öruggan hátt.
 • Að meðferð fari fram í öruggu umhverfi.
 • Einkalífi.
 • Að fá að sjá sjúkragögn án mikilla tafa sé þess óskað.
 • Að kvarta eða koma á framfæri ábendingum, munnlega eða skriflega, um hvaðeina sem að sjúkrahúsdvöl snýr. Kvörtunum má beina til sjúkrahússins eða Embættis landlæknis.
 • Útskýringum og/eða afsökunarbeiðni ef hlutirnir fara ekki á þann veg sem vænst er eða ef tafir verða á meðferð.
 • Heimsókn og stuðningi ættingja og/eða vina. Um heimsóknir gilda sérstakar reglur á hverri deild.
 • Að deila herbergi með einstaklingi af sama kyni ef ekki er um einstaklingsherbergi eða gjörgæslumeðferð að ræða.
 • Upplýsingum um það hvort nemendur á heilbrigðissviði taki þátt í meðferð og/eða umönnun.
 • Að neita því að taka þátt í þjálfun og kennslu nema á heilbrigðissviði.
 • Að vera laus við illa meðferð eða áreiti.
 • Að þjáningar séu linaðar og verkir meðhöndlaðir.

Jafnframt er vakin athygli á lögum um réttindi sjúklinga þar sem meðal annars kemur fram að sjúklingar eiga rétt á upplýsingum um:

1) Heilsufar sitt, þar á meðal læknisfræðilegar upplýsingar um ástand og batahorfur.
2) Fyrirhugaða meðferð, ásamt upplýsingum um framgang hennar, áhættu og gagnsemi.
3) Önnur hugsanleg úrræði en fyrirhugaða meðferð og afleiðingar þess ef ekkert verður aðhafst.
4) Möguleika á að leita álits annars læknis eða annarra heilbrigðisstarfsmanna.

Hægt er að fara fram á að fá ekki upplýsingar skv. liðum 1-4 hér að ofan. Jafnframt má tilgreina einhvern annan til að fá þessar upplýsingar.

Senda inn athugasemd eða kvörtun

Tilvísanir:
Lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997
Staðlar DNV 
Upplýsingar um réttindi sjúklinga á vef velferðarráðuneytis
Kvartanir til Embættis landlæknis 

Sj˙krah˙si­ ß Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112