Tvær raðhúsaíbúðir eru til útleigu fyrir sjúklinga og aðstandendur Sjúkrahússins á Akureyri við Öldrunarheimili Akureyrar, staðsettar í Austurbyggð 21G og 21H. Í íbúðunum er eitt svefnherbergi með tvíbreiðu stillanlegu rúmi og í stofu er stækkanlegur svefnsófi. Sængur, koddar og lín eru fyrir 4 og einnig öll helstu eldhústæki og búnaður. Baðherbergi er rúmgott og aðgengi fyrir hjólastóla. Í stofu er borðstofuborð og 6 stólar, sjónvarp og nettenging. Þvottavél og þurrkari eru í íbúðunum.
Dvalargestir eru beðnir um að ganga snyrtilega um og taka lín af rúmum og setja í sérstaka poka, þegar dvöl lýkur.
Íbúðirnar eru reyklausar og gæludýr eru ekki leyfð.
Tekið er á móti bókunum í síma 460 9100. Einnig er hægt að senda tölvupóst á ibud@hlid.is.
Afhenda þarf undirritaða tilvísun frá lækni, hjúkrunarfræðingi eða ljósmóður við komu. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Öldrunarheimila Akureyrar í síma 4609100 virka daga frá kl. 8-15.
Uppfært: mán 30.sep 2019