Sj˙kraÝb˙­ir vi­ HlÝ­

TvŠr ra­h˙saÝb˙­ir eru til ˙tleigu fyrir sj˙klinga og a­standendur Sj˙krah˙ssins ß Akureyri vi­ Íldrunarheimili Akureyrar, sta­settar Ý Austurbygg­ 21G og

Sj˙kraÝb˙­ir vi­ HlÝ­

Tvær raðhúsaíbúðir eru til útleigu fyrir sjúklinga og aðstandendur Sjúkrahússins á Akureyri við Öldrunarheimili Akureyrar, staðsettar í Austurbyggð 21G og 21H. Í íbúðunum er eitt svefnherbergi með tvíbreiðu stillanlegu rúmi og í stofu er stækkanlegur svefnsófi. Sængur, koddar og lín eru fyrir 4 og einnig öll helstu eldhústæki og búnaður. Baðherbergi er rúmgott og aðgengi fyrir hjólastóla. Í stofu er borðstofuborð og 6 stólar, sjónvarp og nettenging. Þvottavél og þurrkari eru í íbúðunum.

Dvalargestir eru beðnir um að ganga snyrtilega um og taka lín af rúmum og setja í sérstaka poka, þegar dvöl lýkur.

Íbúðirnar eru reyklausar og gæludýr eru ekki leyfð.

Tekið er á móti bókunum í síma 460 9100. Einnig er hægt að senda tölvupóst á ibud@hlid.is.
Afhenda þarf undirritaða tilvísun frá lækni, hjúkrunarfræðingi eða ljósmóður við komu. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Öldrunarheimila Akureyrar í síma 4609100 virka daga frá kl. 8-15.


Sj˙krah˙si­ ß Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112