Séu áhöld um dánarorsök getur læknir óskað eftir leyfi aðstandenda til krufningar í læknisfræðilegum tilgangi. Eins er aðstandendum heimilt að óska eftir krufningu sé einhver vafi í huga þeirra hvað þetta varðar.
Réttarkrufning er framkvæmd ef andlát ber að höndum skyndilega án þekktrar sjúkrasögu eða með voveiflegum hætti.
Vakni frekari spurningar í þessu sambandi er starfsfólk sjúkrahússins ávallt reiðubúið til leiðsagnar.
Á vef embættis landlæknis má finna frekari leiðbeiningar við andlát, umönnun látinna og stuðning við aðstandendur.
![]() |
Uppfært: þri 21.jún 2016