FlugvÚl og tŠkjakostur

FlugfÚlagi­ Mřflug hefur veri­ handhafi flugrekstrarsamnings um sj˙kraflug ß Nor­usvŠ­i frß upphafi ßrs 2006. FÚlagi­ keypti til starfsseminnar flugvÚl af

FlugvÚl og tŠkjakostur

Flugfélagið Mýflug hefur verið handhafi flugrekstrarsamnings um sjúkraflug á Norðusvæði frá upphafi árs 2006. Félagið keypti til starfsseminnar flugvél af gerðinni Beechcraft King Air 200B. Vélin er sérútbúin fyrir sjúkraflug og getur tekið eitt barn í hitakassa og einn sjúkling á börum, eða tvo sjúklinga á börum.

Tækjakostur sem við höfum yfir að ráða:

  • LifePort flutningsstell og börur
  • LifePac 12 rafstuðstæki / rafriti
  • Corpuls 3 rafstuðtæki / rafriti
  • ProPac rafriti
  • Weinmann MEDUMAT öndunarvél
  • Dräger Transport-Inkubator 5400 hitakassi
  • Asena sprautudælur
  • Lærdal sog

Við höfum alltaf um borð lyf og útbúnað til að meðhöndla sjúklinga sem hafa orðið fyrir alvarlegum veikindum eða áverkum. Þegar um er að ræða þungaðar konur eða börn þarf að gera sérstakar ráðstafanir, bæði hvað varðar áhöfn og útbúnað um borð.

BÚNAÐUR UM BORÐ

SÚREFNI OG LOFT Í SJÚKRAFLUGI

Í vélinni eru 4 sæti í farþegarými. Búnaðurinn er talsvert þungur og því er ekki alltaf hægt að leyfa aðstandendum að fylgja sjúklingum. Fái aðstandandur að fylgja sjúklingi þá er mikilvægt að þeir hafi lítinn farangur.

Sj˙krah˙si­ ß Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112