NACA stig

MikilvŠgt er a­ flutningsa­ilar geri sÚr sem skřrasta mynd af ßstandi sj˙klingsáfyriráflutning. NACA stigun er vÝ­a notu­ Ý ■essumá

NACA stig

Mikilvægt er að flutningsaðilar geri sér sem skýrasta mynd af ástandi sjúklings fyrir flutning. NACA stigun er víða notuð í þessum  tilgangi.

Stig

Ástand sjúklings

Meðferð

Dæmi um sjúkdóm/ástand

Dæmi um lífsmörk

NACA 0

Enginn sjúkdómur eða áverki.

 

 

 

NACA 1

Áverki eða sjúkdómur sem þarfnast ekki læknismeðferðar.

Ekki þörf á bráðameðferð.

Yfirlið. Minniháttar sár. 1° bruni.  Sjúklingur sem hefur meðhöndlaður og útskrifaður af sjúkrahúsi.

 

NACA 2

Áverki eða sjúkdómur sem þarfnast læknismeðferðar en ekki endilega innlagnar á sjúkrahús.

Ekki þörf á bráðameðferð.

Mjúkparta-/liðbandaáverkar. Nefbrot. Eðlileg fæðing. Flutningur milli stofnanna, t.d. eftir hjartaþræðingu.

 

NACA 3

Áverki eða sjúkdómur sem krefst sjúkrahúsinnlagnar en er ekki lífshættulegur.

Þörf á bráðameðferð.

Heilahristingur. Brot á lærleggshálsi. Bruni 15-20%. Afstaðin kransæðaaðgerð án fylgikvilla.

 

NACA 4

Áverki eða sjúkdómur sem er mögulega lífshættulegur.

Þörf á bráðameðferð.

TIA. Brátt kransæðaheilkenni. Brot á lærlegg. Hryggbrot með brottfallseinkennum. Bruni 20-30%. Ásvelging. Alvarlegt astmakast. Ofnæmisviðbrögð. Alvarlegt blóðsykursfall.

Meðvitund: GCS 8-11.

Öndunarfæri: ÖT 5-7 eða 25-30. SaO286-90%. Andnauð, stridor, blámi.

Hjarta og blóðrás: Hjartsláttartíðni 40-49 eða 131-160/mín. Gáttatif, polymorphic VES, supraventricular tachycardia.

NACA 5

Lífshættulegur áverki eða sjúkdómur.

Þörf á bráðameðferð.

Lokaður höfuðáverki (blæðing, ↑ICP). Fjöláverkar: mjaðmagrindarbrot, mörg rifbrot, rof á líffæri sem hefur áhrif á blóðrás, yfirvofandi lokun loftvega, kransæðastífla með hjartsláttartruflunum, lágum BP eða hjartabilun. Lungnabjúgur, lungnarek. Meðvitundarleysi. Bruni >30%.

Meðvitund: GCS<8. Öndunarfæri: ÖT <5 eða >30/mín. SaO2 £85%. Öndunarstopp eða í öndunarvél.

Hjarta og blóðrás. Púls <40 eða >160/mín. EKG: sleglahraðtaktur, sleglaflökt, PEA, asystola.

NACA 6

Alvarlegur áverki eða sjúkdómur með verulegri skerðingu á starfssemi helstu líffærakerfa.

Endurlífgun.

MTK skaði sem veldur truflun á öndun/blóðrás. Brjóstholsáverkar, alvarlegir fjöláverkar. Hjarta-/öndunarstopp.

Með lífsmarki við komu á sjúkrahús.

NACA 7

Látinn á staðnum eða í flutningi.

 

Óháð því hvort endurlífgun var reynd.

Ekki með lífsmarki við komu á sjúkrahús.

 

Heimildir:

1. Veldman A, Fischer D, et al. Proposal for a new scoring system in international interhospital air transport. J Travel Med. 2001; 8: 154-157. (Table 1, page 154).

2. Rapport. Statens Luftambulansetjeneste. IA 05-16.32 Bokmål Fastsatt 11.98. Endret 02.2002.

3. Schlechtriemen T, Burghofer K, Stolpe E, Altemeyer KH, Lackner Chr.K. Der Münchner NACA-Score. Notfall & Rettungsmedizin 2005; 8:109-111.

Sj˙krah˙si­ ß Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112