- Forstöðulæknir er Áskell Löve.
- Forstöðugeislafræðingur er Elvar Örn Birgisson.
Markmið deildarinnar er að veita fjölbreytta, skilvirka, hágæða rannsóknarþjónustu, í nánu samstarfi við annað heilbrigðisstarfsfólk sjúkrahússins og utan þess, án óþarfa tafa eða óþæginda.
Niðurstöður rannsókna
Það fer allt eftir umfangi rannsóknarinnar hversu langan tíma tekur að fá niðurstöðu úr myndatöku. Röntgensérfræðingar myndgreiningardeildar lesa út úr myndunum og niðurstöður berast flestum tilvísandi læknum jafnan rafrænt. Úrlestur/niðurstöður ættu að liggja fyrir innan fárra virkra daga.
Tilvísandi læknir upplýsir um niðurstöðu rannsóknarinnar
Við deildina eru starfandi læknar sérmenntaðir í myndgreiningu, geislafræðingar, sérhæft aðstoðarfólk, læknafulltrúi og móttökuritarar.
![]() |
![]() |
![]() |
Uppfært: fös 7.ágú 2020