Rannsóknadeild

Yfirlæknir rannsókna:Ólöf SigurðardóttirForstöðulífeindafræðingur: Inga Stella Pétursdóttir Deildin sinnir rannsóknum á sýnum frá sjúklingum, t. d.

Rannsóknadeild


Yfirlæknir rannsókna:Ólöf Sigurðardóttir
Forstöðulífeindafræðingur: Inga Stella Pétursdóttir

Deildin sinnir rannsóknum á sýnum frá sjúklingum, t. d. rannsóknum á blóði, þvagi, saur, mænuvökva, liðvökva og holvökvum. Deildin sér einnig um sendingar á sýnum til annarra aðila ef hún getur ekki sjálf gert umbeðnar rannsóknir. Hún sinnir bakteríuræktunum, blóðbankastarfsemi og töku blóðsýna úr sjúklingum á Sjúkrahúsinu á Akureyri og Heilsugæslustöðinni á Akureyri, sömuleiðis tekur  deildin á móti sýnum frá ýmsum heilbrigðisstofnunum og veitir ráðgjöf um notagildi rannsókna og túlkun á niðurstöðum.

Rannsóknadeildin er í kjallara K1 á Sjúkrahússins á Akureyri, gengið er inn um D-inngang.

******************************************************************************

ATH! Panta þarf tíma í blóðprufu.

 

Frá og með 1. júní 2020 þarf að panta tíma í blóðprufur.

Opið er fyrir tímapantanir í síma 463 0233 milli kl. 13:00-14:30 alla virka daga.

Almennar blóðprufur eru teknar á Rannsóknadeildinni milli kl. 8:15-11:00.  

Opinn tími

Opinn tími fyrir blóðprufur sem eru bráða merktar er milli kl. 11:00-11:30.  Einungis eru afgreiddar beiðnir sem eru merktar „Brátt“ eða „Acút“ á þeim tíma. 

 


******************************************************************************

Afgreiðslutímar og þjónusta:

Dagvinnutími er frá kl. 08:00 - 16:00. Eftir almennan dagvinnutíma eru lífeindafræðingar á rannsóknadeild á vakt allan sólarhringinn allan ársins hring.

Alltaf þarf beiðni frá lækni, nema þegar um er að ræða endurteknar komur vegna segavarnameðferðar (blóðþynningarmeðferð). Læknirinn fær niðurstöðurnar að lokinni rannsókn.

Þegar gera á sykurþol, laktósaþol, sæðisrannsókn eða svitapróf þarf að panta tíma fyrirfram í síma 463 0231.

Skiptiborð sjúkrahússins: 463 0100

Sími hjá ritara: 463 0231
Fax: 463 1103

Beinn sími rannsóknadeildar: 463 0235

Sjúkrahúsið á Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112