Til að nálgast afrit af sjúkraskrá frá bráðamóttöku þarf að koma skrifleg beiðni frá sjúklingi eða umboðsmanni hans.
Vinsamlegast hafið samband við læknaritara bráðamóttöku í síma 463 0810
Afrit sjúkraskrár skal afhent sjúklingi eða umboðsmanni hans gegn greiðslu fasts kostnaðar. Viðtakandi skal kvitta fyrir móttöku gagnanna. Nauðsynlegt er að hafa skilríki með sér til að fá gögnin afhent. Mislangan tíma tekur að fá þessi gögn afgreidd.
Maki eða ættingjar, þó nákomnir séu, hafa ekki rétt til að fá afrit sjúkraskrár án umboðs.
Uppfært: mán 5.nóv 2018