Starfsmenn deildarinnar sinna m.a. sárameðferð, saumatöku, gipsskiptum og minniháttar aðgerðum. Á deildina sækja eingöngu þeir sem hafa verið áður verið í meðferð hjá læknum bráðamóttökunnar, bæklunarlæknum eða eftir (skv.) tilvísun sérfræðinga utan spítalans.
Við deildina starfa sérfræði- og deildarlæknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraliði.
Á göngudeildinni eru bæði bæklunar- og kvensjúkdómalæknar með aðstöðu til móttöku sjúklinga.
Þjónustutími: kl: 08:00-15:00 mánudaga til fimmtudaga og kl: 08:00-12:00 föstudaga.
Tímapantanir eru hjá riturum viðkomandi sérfræðinga.
Uppfært: mið 11.nóv 2020