Verkefni: Móttaka einstaklinga af báðum kynjum sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi.
Þjónustutími: Opið allan sólarhringinn allt árið.
Gjaldskrá: Þjónustan er þolendum að kostnaðarlausu.
Tímapantanir: Þolendur kynferðisleg ofbeldis geta leitað beint á bráðamóttöku eða hringt í síma 463 0800.
Tilgangur þjónustunnar er að veita stuðning, skoðun og ráðgjöf hjúkrunarfræðinga, lækna og félagsráðgjafa og koma í veg fyrir andlegt og líkamlegt heilsutjón sen er oft afleiðing kynferðislegs ofbeldis.
Metið er hverju sinni í hverju þjónustan á að felast í samráði við þolanda og starfsfólk bráðamóttöku.
Þjónustan er ekki háð ákvörðun um kæru til lögreglu.
Samkvæmt lagalegri skyldu er starfsfólki skylt að tilkynna mál til barnaverndaryfirvalda ef ungmenni er yngra en 18 ára.
Félagsráðgjafi og sálfræðingur
Stuðningsaðilar við þjónustuna er félagráðgjafi og sálfræðingur við Sjúkrahúsið á Akureyri.
Hlutverk félagsráðgjafa að veita sálfélagslegan stuðning og samtalsmeðferð, hann veitir hagnýtar upplýsingar, styður viðkomandi í tengslum við kæruferli og fylgir málinu eftir svo lengi sem þurfa þykir.
Hlutverk sálfræðings er að aðstoða þolendur við úrvinnslu áfalls, fræða og veita ráðgjöf um algengar afleiðingar áfalla. Metin er þörf fyrir frekari sérhæfða meðferð vegna andlegra/líkamlegra viðbragða og unnið er að styrkingu bjargráða og stuðningskerfa.
Uppfært: mið 11.nóv 2020