Ræstimiðstöð sér um þrif og ræstingu á opnum, sameiginlegum svæðum og á minni rekstrareiningum. Auk
þess sér hún um þrif á íbúðum á vegum sjúkrahússins og afleysingar og tilfallandi störf á þeim einingum sem
hafa starfsmenn á eigin vegum við ræstingar.
Ræstimiðstöð hefur einnig umsjón með aðkeyptri þjónustu við ræstingar. Forstöðumaður ræstimiðstöðvar ber faglega ábyrgð á öllum þrifum og ræstingu á vegum stofnunarinnar.
Forstöðumaður er Erla Sigurgeirsdóttir.
Uppfært: fim 23.jún 2016