Forstöðulyfjafræðingur: Jóna Valdís Ólafsdóttir.
Staðgengill forstöðulyfjafræðings: Margrét Vilhjálmsdóttir.
Í sjúkrahúsapóteki starfa að jafnaði fjórir lyfjafræðingar og einn aðstoðarmaður.
Starfsfólk sjúkrahúsapóteks sér um að útvega og afhenda lyf á hagkvæmu verði miðað við lyfjaframboð og þarfir sjúklinga hverju sinni, varðveislu lyfja, dreifingu þeirra á deildir sjúkrahússins og eftirlit með notkun þeirra á einstökum deildum. Einnig fer fram í sjúkrahúsapóteki blöndun á krabbameinslyfjum til gjafar í æð fyrir dagsjúklinga og inniliggjandi sjúklinga.
Markmið sjúkrahúsapóteksins er að gera hagstæð innkaup á lyfjum, bæta nýtingu þeirra í nánu samstarfi við annað heilbrigðisstarfsfólk sjúkrahússins og sjá til þess að lyf séu geymd og meðhöndluð við tilskildar aðstæður. Einnig er lögð áhersla á að veita hlutlausar, gagnreyndar og faglegar upplýsingar um lyf og lyfjanotkun til annarra heilbrigðisstarfsmanna stofnunarinnar með aukið öryggi við lyfjanotkun og meðhöndlun lyfja að leiðarljósi. Lyfjafræðingar sjúkrahúsapóteks sitja í lyfjanefnd, gæðaráði og næringarteymi, rýna skjöl um lyf og lyfjagjafir fyrir gæðahandbók og taka þátt í þverfaglegu umbótastarfi og öðrum lyfjatengdum verkefnum.
Starfsfólk sjúkrahúsapóteks er með viðveru frá kl. 08:00-16:00 alla virka daga.
Sjúkrahúsapótekið er ekki opið almenningi
Uppfært: mán 4.apr 2022