Sj˙krah˙sapˇtek

Forst÷­uma­ur er Hilmar Karlsson Sj˙krah˙sapˇtek sÚr um innkaup og birg­ahald ß lyfjum, dreifingu ■eirra ß deildir sj˙krah˙ssins og bl÷ndun ß

Sj˙krah˙sapˇtek

Forstöðumaður er Hilmar Karlsson

Sjúkrahúsapótek sér um innkaup og birgðahald á lyfjum, dreifingu þeirra á deildir sjúkrahússins og blöndun á krabbameinslyfjum til gjafar í æð fyrir dagsjúklinga og inniliggjandi sjúklinga. Sjúkrahúsapótekið er einnig í samstarfi við almenn apótek á þjónustusvæði Sjúkrahússins á Akureyri um afhendingu sjúkrahúslyfja.

Markmið sjúkrahúsapóteksins er að gera hagstæð innkaup á lyfjum, bæta nýtingu þeirra í nánu samstarfi við annað heilbrigðisstarfsfólk sjúkrahússins og sjá til þess að lyf séu geymd og meðhöndluð við tilskildar aðstæður.

Í sjúkrahúsapótekinu eru starfandi tveir lyfjafræðingar.

Sjúkrahúsapótekið er opið frá kl. 08:00 að morgni og a.m.k. til kl. 16:00 alla virka daga nema laugardaga. Um helgar er allra nauðsynlegustu lyfjapöntunum sinnt eftir því sem í lyfjafræðing næst, en ekki er bakvakt.

Sjúkrahúsapótekið er ekki opið almenningi

.

Sj˙krah˙si­ ß Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112