Undir lyflækningasvið heyra barnalækningar, geðlækningar, lyflækningar, endurhæfingar-lækningar, öldrunarlækningar, barnadeild, geðdeild, lyflækningadeild, almenn göngudeild, Kristnesspítali og sjúkrahúsapótek. Áfallateymi, lyfjanefnd, næringarteymi og útskriftarteymi heyra til sviðsins auk fagtengdrar verktakaþjónustu.
Yfirmaður sviðsins er framkvæmdastjóri lyflækningasviðs. Næsti yfirmaður hans er forstjóri. Staðgengill framkvæmdastjóra er framkvæmdastjóri handlækningasviðs eða bráða- og þróunarsviðs.
Framkvæmdastjóri sviðsins setur fram stjórnskipan og skipurit sviðsins í samráði við forstjóra og aðra framkvæmdastjóra.
Á lyflækningasviði eru 10 stjórnunareiningar: 4 á sviði lækninga, 5 á sviði hjúkrunar og 1 á sviði stoðþjónustu.
Uppfært: mán 3.maí 2021