BarnalŠkningar / Barnadeild

Forst÷­ulŠknir Andrea AndrÚsdˇttir Forst÷­uhj˙krunarfrŠ­ingur A­alhei­ur Gu­mundsdˇttir Sta­gengill forst÷­uhj˙krunarfrŠ­ings Elma R˙n

BarnalŠkningar


Barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri er eina barnadeild landsins utan höfuðborgarsvæðisins.

Deildin sinnir börnum og unglingum frá fæðingu og til 18 ára aldurs og koma skjólstæðingar deildarinnar frá öllu Norðurlandi og að hluta frá Austurlandi. Stundaðar eru allar almennar barnalækningar en að auki liggja sjúklingar á deildinni sem heyra undir önnur sérsvið t.d. skurðlækningar, bæklunarlækningar, HNE lækningar, kvensjúkdómalækningar o.fl.

Deildin skiptist í legudeild, dagdeild, göngudeild og vökustofu.

Á legudeild er aðallega um bráðastarfsemi að ræða en á dagdeild koma sjúklingar til margskonar skipulagðra rannsókna og meðferðar. Á göngudeild taka læknar deildarinnar á móti sjúklingum í viðtal og skoðun skv. tilvísun frá heimilislækni en einnig geta foreldrar pantað tíma fyrir börn sín án milligöngu heimilislæknis. Á vökustofu er tekið á móti bráðveikum nýburum, bæði fullburða börnum og fyrirburum. Miðað er við að konur sem eru gengnar styttra með börn sín en fullar 34 vikur fæði í Reykjavík.

Á deildinni starfa barnalæknar, hjúkrunarfræðingar, deildarritari og starfsstúlka. Unglæknar og læknar í sérfræðinámi í heimilislækningum hafa starfað tímabundið sem deildarlæknar á deildinni. Aðrar fagstéttir sinna skjólstæðingum eftir þörfum s.s. sjúkraþjálfarar, félagsráðgjafi,  áfallateymi og prestur.

Leitast er við að skjólstæðingum sé sem mest sinnt af sömu læknum og hjúkrunarfræðingum meðan á dvöl stendur. Áhersla er lögð á góða samvinnu við skjólstæðinga og nánustu aðstandendur þeirra. Í flestum tilfellum er nauðsynlegt að foreldri eða annar nákominn barninu, þá lögráða einstaklingur, dvelji hjá því meðan á sjúkrahúsdvöl stendur.

Aðkoma

Barnadeildin er staðsett á efstu hæð suðurálmu sjúkrahússins. Aðgangur að deildinni er um inngang D en eftir kl. 17:00 virka daga og um helgar er gengið inn um inngang B. Gengið er inn ganginn (fram hjá símavakt) að lyftum og upp á 3. hæð.

Sj˙krah˙si­ ß Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112