Aðstaða
Á deildinni er leikstofa fyrir yngri börn þar sem úrval er af leikföngum. Sérherbergi er til afþreyingar með sjónvarpi, DVD spilara, leikjatölvum, bókum og spilum. Deildin á nokkuð úrval leikja í leikjatölvur og mynddiska.
Allar sjúkrastofur eru með flatskjá og DVD tæki. Einnig er leyfilegt að koma með eigin fartölvur.
Á deildinni er herbergi fyrir aðstandendur. Þar er smá eldhúsaðstaða, t.d. er hægt að hella upp á kaffi, hita vatn, rista brauð eða hita í örbylgjuofni. Þar er ísskápur til afnota fyrir aðstandendur. Einnig geta þeir keypt mat í matsal sjúkrahússins eða nýtt sér sjálfsala í kjallara.
Uppfært: mán 27.feb 2012