Á legudeild eru rúm fyrir 6 sjúklinga á einbýlum.
Gert er ráð fyrir að aðstandandi dvelji með barni sínu. Starfsemin er að langmestu leyti bráðastarfsemi. Algengast er að börn þurfi að leggjast inn vegna ýmiss konar sýkinga, s.s. lungnabólgu eða þvagfærasýkingar en önnur vandamál eru t.d. krampar og sykursýki. Einnig er algengt að börn leggist inn vegna botnlangabólgu og í kjölfar slysa t.d. til meðferðar á beinbrotum.
Bráðasjúklingar koma inn gegnum bráðamóttöku og hefst uppvinnsla og meðferð þeirra þar.
Heimsóknatími annarra en náinna aðstandenda er milli 14:00 og 22:00. Ávallt þarf að taka tillit til líðan skjólstæðings.
![]() |
![]() |
Uppfært: fim 12.apr 2012