Tilmæli til þeirra sem koma á barnadeild

 Tilmæli Aðstandandi þarf að dvelja hjá barni sínu allan innlagnartímann. Ef hann þarf að skreppa frá þarf að fá einhvern í staðinn sem barnið treystir.

Tilmæli til þeirra sem koma á barnadeild

 Tilmæli

  • Aðstandandi þarf að dvelja hjá barni sínu allan innlagnartímann. Ef hann þarf að skreppa frá þarf að fá einhvern í staðinn sem barnið treystir. Viðkomandi þarf að vera lögráða einstaklingur.
  • Aðstandendur eru vinsamlegast beðnir um að koma með bleyjur fyrir börn sín. Börn mega vera í eigin fötum á deildinni.
  • Aðstandendur geta geymt nesti í ísskáp á foreldraherbergi, vinsamlegast merkið það. Einnig er hægt að kaupa mat í matsal sjúkrahússins eða sjálfsala, leitið nánari upplýsinga hjá starfsfólki.
  • Aðstandendur eru beðnir um að ganga frá eftir sig og börn sín, í foreldraherbergi, sjúkrastofum, leikherbergi, unglingaherbergi og setustofu.
  • Neysla sælgætis og gosdrykkja er aðeins leyfð á herbergjum.
  • Næturró skal vera komin á kl. 22:00.
  • Reykingar eru bannaðar.
  • Skjólstæðingum, aðstandendum og gestum er bent á að gæta þagmælsku og ræða ekki það sem þeir kunna að heyra eða sjá varðandi aðra sjúklinga á deildinni.

Sjúkrahúsið á Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112