V÷kustofa barnadeildar

┴ v÷kustofu er sinnt ÷llum algengum vandamßlum nřbura og fyrirbura sem fŠddir eru eftir 34. me­g÷nguviku. SÚ yfirvofandi fyrirburafŠ­ing innan fullra 34

V÷kustofa


Á vökustofu er sinnt öllum algengum vandamálum nýbura og fyrirbura sem fæddir eru eftir 34. meðgönguviku.

Sé yfirvofandi fyrirburafæðing innan fullra 34 meðgönguvikna er stefnt að því að barnið fæðist á Landspítala.

Algengt er að nýfædd börn liggi á vökustofu vegna sýkinga, öndunarörðugleika, vandamála með blóðsykurstjórnun, gulu, krampa eða næringarörðugleika.

Góð samvinna er við Vökudeild Landspítala og nýburar sendir þangað til sérhæfðrar meðferðar ef með þarf. Einnig tekur barnadeildin við fyrirburum og nýburum sem hafa lokið sérhæfðri meðferð á vökudeild Barnaspítala Hringsins en eru ekki tilbúnir til að fara heim t.d. vegna þess að þau hafa ekki náð tökum á að nærast. Í slíkum tilvikum eru börnin á legudeildinni og foreldrar dvelja hjá þeim.

Sj˙krah˙si­ ß Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112