Markmið deildar er að veita skjólstæðingum okkar bestu mögulegu meðferð á sviði endurhæfingar og hjúkrunar
á hverjum tíma. Að veita sem besta andlega, líkamlega og félagslega aðhlynningu og efla sjálfsbjargargetu skjólstæðinga okkar eins og
geta þeirra leyfir.
Hjúkrun skal vera einstaklingsmiðuð eins og kostur er þar sem öryggi, vilji og réttur einstaklings er virtur. Endurhæfing er mikil vinna og þarf markvissa samvinnu sjúklings, fjölskyldu og meðferðaraðila svo að góður árangur náist. Skjóstæðingum deildarinnar og fjölskyldum þeirra skal sýnd virðing og fullt tillit tekið til viðhorfa þeirra. Þetta krefst jákvæðrar og virkrar þátttöku sjúklings og fjölskyldu hans í meðferðinni í samvinnu við starfsfólk deildar.
Hjúkrunarform á endurhæfingardeild er blanda af hóphjúkrun og einstaklingshæfðri hjúkrun. Hjúkrun gegnir mikilvægu hlutverki í endurhæfingu með starfsemi allan sólahringinn. Starfið byggist á áframhaldandi þjálfun og hjálp til sjálfshjálpar við athafnir daglegs lífs.
Á deildinni starfa hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og starfsmenn í býtibúri og ræstingu.
Verkefni hjúkrunar er meðal annars umönnun og aðhlynning, umsjón lyfjagjafa og næringar, ásamt því að veita fjölbreytta fræðslu og stuðning ásamt slökun sem fer fram tvisvar sinnum á dag.
Uppfært: fim 15.mar 2012