Legudeild geðdeildar SAk veitir sólarhrings- og dagþjónustu. Í forgangi eru bráðveikir sjúklingar með geðrofseinkenni og í sjálfsvígshættu. Flestar innlagnir á legudeild eru bráðainnlagnir sem koma í gegnum bráðamóttöku SAk, aðrar eru af biðlista samkvæmt tilvísunum sem berast frá heilbrigðisstarfsfólki.
Á deildinni er ákveðnum sjúklingum boðin dagvist eftir innlögn í sólarhringsvist sé þörf á eftirfylgd þar til viðeigandi úrræði tekur við.
Uppfært: mið 6.júl 2016