Heimahlynning

Heimahlynning er sérhæfð hjúkrunar- og læknisþjónusta og er ætluð einstaklingum með krabbamein og aðra langvinna, lífsógnandi sjúkdóma sem þarfnast

Heimahlynning

Heimahlynning er sérhæfð hjúkrunar- og læknisþjónusta og er ætluð einstaklingum með krabbamein og aðra langvinna, lífsógnandi sjúkdóma sem þarfnast sérhæfðar einkennameðferðar bæði tímabundið og til lengri tíma. Hjúkrunarfræðingar Heimahlynningar hafa mikla reynslu í að veita sérhæfða  líknarmeðferð og/eða lífslokameðferð.   Á Undanförnum árum hefur verið lögð meiri áhersla á að hefja líknarmeðferð fyrr í sjúkdómsferlinu. 

Í Heimahlynningu vinna hjúkrunarfræðingar og læknar í teymisvinnu með öðru fagfólki innan SAk. Einnig er samstarf við heilbrigðisstofnanir, og velferðarþjónustu eftir því sem við á.

Hjúkrunarfræðingar Heimahlynningar gera mat á þjónustuþörf og samþætta hana í samráði við aðra fagaðila í samráði við skjólstæðinga og aðstandendur. Hjúkrunarfræðingar sinna eftirliti með einkennum, veita einkennameðferð og aðstoða einstaklinga við hin ýmsu mál sem tengjast hjálpartækjamálum og eru oft tenging við aðra fagaðila. Hjúkrunarfræðingar og læknar Heimahlynningar sinna ráðgjöf, fræðslu og veita stuðning vegna líknar og lífslokameðferðar til skjólstæðinga, aðstandenda og annara fagaðila. Boðið er uppá einstaklings og fjölskylduviðtöl eftir því sem skjólstæðingar óska.

Hvernig er  sótt um: Læknar og hjúkrunarfræðingar geta sótt um þjónustu heimahlynningar sjá nánar í þjónusturamma heimahlynningar. Beiðnir eru teknar fyrir á vikulegum teymisfundi heimahlynningar. 

Vinnutími: Heimahlynning er sólarhringsþjónusta og sinnir vitjunum alla virka daga frá kl 08-16 og um helgar frá kl 09-13. Bakvaktaþjónusta fyrir bráðatilvik er allan sólarhringinn allt árið um kring fyrir skjólstæðinga heimahlynningar.

Hvernig er hægt að ná í starfsfólk heimahlynningar: Vaktsími heimahlynningar allan sólarhringinn s: 860 4666.

Netfang: heimahlynning@sak.is 

Verkefnastjóri heimahlynningar er Þórdís Rósa Sigurðardóttir s: 830-8628

Hagnýtar upplýsingar

Skjólstæðingar heimahlynningar geta sótt um að leigja íbúð í Götu sólarinnar 6 við Kjarnaskóg.

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis  https://www.kaon.is/

Á heimasíðu KAON er mikið af fræðsluuefni krabbameinsfélagsins https://www.krabb.is/fraedsla-forvarnir/fraedslurit/

Minningarkort heimahlynningar:

Þau sem vilja minnast látins einstaklings með því að styrkja Minningar- og styrktarsjóð Heimahlynningar geta keypt minningarkort á símavakt Sjúkrahússins á Akureyri, í Blómabúð Akureyrar Kaupangi eða hjá Pennanum Eymundsson Hafnarstræti. Fyrir þau sem búa lengra frá er velkomið að senda tölvupóst á heimahlynning@sak.is með beiðni um að minningarkort sé sent.

Eftirfarandi þarf að koma fram:

Nafn þess sem lést.

Frá hverjum kortið á að vera (þau nöfn sem á að skrifa undir kveðjuna í kortinu).

Hver á að fá kortið og heimilisfang viðkomandi.

Framlög skulu lögð inn á kt. 490421-0680, banki 0133-26-002789

Með kærri þökk.



Sjúkrahúsið á Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112