: Gata sólarinnar 6 | Sjúkrahúsið á Akureyri  

Gata sólarinnar 6

 GATA SÓLARINNAR 6 VIÐ KJARNASKÓG Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Norðurlands sjá um rekstur þessa húsnæðis.Íbúðin er ætluð fyrir

Gata sólarinnar 6 við Kjarnaskóg


 GATA SÓLARINNAR 6 VIÐ KJARNASKÓG

Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Norðurlands sjá um rekstur þessa húsnæðis.
Íbúðin er ætluð fyrir einstaklinga ásamt aðstandendum þeirra sem þurfa veikinda sinna vegna að dvelja fjarri heimili sínu í ákveðinn tíma og þurfa sérhæfða einkennameðferð eða lífslokameðferð. Með tilkomu húsnæðisins er fjölskyldum (mökum, börnum) og öðrum aðstandendum gert kleift að dvelja í hentugu húsnæði ef þörf er á. Þeir einstaklingar sem eru í lífslokameðferð sitja (ávallt) fyrir leigu á þessari íbúð.


HÚSNÆÐIÐ, UMGENGNI OG REGLUR

Húsnæðið er 100m2 að stærð, þrjú herbergi eru í húsinu sem hefur 5 rúmstæði og tvö baðherbergi með sturtu. Í eldhúsi er ísskápur með frysti, eldavél, bakarofn, örbylgjuofn og uppþvottavél ásamt hefðbundnum eldhúsbúnaði. Borðbúnaður er fyrir 12 manns. Þvottavél og þurrkari eru í geymslu sem er áföst húsinu.

Sjónvarp og netaðgangur er í húsinu.
Þvottavél og þurrkari eru í útigeymslu.
Á verönd eru útihúsgögn og heitur pottur.

Reykingar eru bannaðar í húsinu og gæludýr eru því miður ekki leyfð.

Forgangshópar:

  1. Einstaklingur í lífslokameðferð sem getur ekki dvalið í eigin húsnæði og þarf umönnun heimahlynningar.
  2. Einstaklingur í einkennameðferð og þarf umönnun heimahlynningar.

Leigutími: Íbúðin er leigð að hámarki viku í senn, en hægt er að leigja íbúðina lengur ef einstaklingur í forgangshópi er ekki á biðlista.
Leigukostnaður: Verð fyrir hvern sólarhring er 4.500 krónur, vikuleiga 25.000 krónur.
Afhending lykla: Lyklabox er við húsið og fær viðkomandi upplýsingar um númer við upphaf leigu.

Þegar íbúð er pöntuð skal fylla út eyðublað Umsókn um leigu á íbúð - Gata sólarinnar 6

Nánari upplýsingar um íbúðina og bókanir í síma 830-8628 alla virka daga milli kl. 10:00-14:00. Utan þess tíma í síma 860-4666.

ALMENNAR REGLUR OG LEIÐBEININGAR VARÐANDI HÚSNÆÐIÐ

Dvalargestur og aðstandendur hans eru beðnir að ganga snyrtilega um húsnæðið meðan á dvöl stendur og skila íbúð snyrtilegri.

Mikilvægt er að láta vita í síma 8604666 ef eitthvað skemmist eða vantar í íbúðina við komu eða brottför.


VIÐ BROTTFÖR

  • Tæma ísskáp og þrífa.
  • Þrífa örbylgjuofn.
  • Taka rúmföt af rúmum og setja í þvottakörfu á baðherbergi
  • Uppþvottavél skal tæmd og leirtaui komið fyrir á sínum stað.
  • Þurrkað skal af borði og eldhúsbekk.
  • Gólf ryksugað.

Sjúkrahúsið á Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112