Líknarmeðferð er einkennameðferð þar sem markmiðið er að sjá fyrir, fyrirbyggja og draga úr líkamlegri, sálfélagslegri og andlegri vanlíðan. Líknarmeðferð hefst við greiningu alvarlegra sjúkdóma, og er veitt samhliða lífslengjandi/læknanlegri meðferð. Þegar sú meðferð ber ekki árangur, eða sjúklingur neitar slíkri meðferð, þá eykst vægi líknarmeðferðar eftir því sem sjúkdómur versnar. Á undanförnum árum hefur verið meiri áhersla á að hefja líknarmeðferð fyrr í sjúkdómsferlinu. Sjá klínískar leiðbeiningar.
Uppfært: mið 18.nóv 2020