Þjónusturammi

ÞJÓNUSTURAMMI HEIMAHLYNNINGAR SJÚKRAHÚSSINS Á AKUREYRI   Um heimahlynningu Heimahlynning er sérhæfð hjúkrunarþjónusta innan almennu göngudeildarinnar

Þjónusturammi

ÞJÓNUSTURAMMI HEIMAHLYNNINGAR

SJÚKRAHÚSSINS Á AKUREYRI  

Um heimahlynningu

Heimahlynning er sérhæfð hjúkrunarþjónusta innan almennu göngudeildarinnar á  SAk. Þjónustan er sólarhringsþjónusta en er að mestu veitt með skipulögðum vitjunum á dagvinnutíma en bakvaktarþjónusta er utan hans. Hjúkrunarfræðingar taka þátt í hjúkrunarmeðferð, fundum og skipulagi varðandi skjólstæðinga séu þeir inniliggjandi á sjúkrahúsinu.

Í teyminu starfa 6 hjúkrunarfræðingar sem sinna vitjunum, verkefnastjóri, krabbameinslæknar, forstöðuhjúkrunarfræðingur almennu göngudeildarinnar og lyflæknir. Teymið starfar náið með meðferðarlæknum og öðrum fagaðilum sem sinna skjólstæðingum.

Skjólstæðingur sem heimahlynning sinnir telst vera sjúklingur skv. lögum um réttindi sjúklinga nr.74/1997.

Hverjir eiga rétt á þjónustu heimahlynningar

  • Þeir sem þurfa sérhæfða einkenna og líknandi meðferð.
  • Þeir sem eru með krabbamein og þarfnast einkennameðferðar og/eða lífslokameðferðar.
  • Þeir sem eru með versnandi langvinna sjúkdóma með verulega skertar lífshorfur og/eða erfið einkenni tengd hjarta-, lungna-, tauga-, og nýrnasjúkdómum.

Skipulag þjónustu

Þjónustan getur verið tímabundin sem veitt er meðan þörf er á hjúkrun/einkennameðferð/stuðningi en getur líka varað allt frá greiningu sjúkdóms til lífsloka.

Dæmi um tímabundna þjónustu er t.d.vegna einkenna í erfiðri krabbameinslyfjameðferð. Viðkomandi getur þá þurft stuðning og sérhæft eftirlit en útskrifast þegar ástand hans er orðið stöðugt. Einnig getur meðferð verið tímabundin vegna annarra flókinna sjúkdóma sem þarfnast hjúkrunar, eftirlits og stuðnings í tengslum við erfið einkenni t.d. verki.

Þjónusta heimahlynningar er háð því að hjúkrunarfræðingarnir hafi lækni/sérfræðing í þeim sjúkdómum sem um ræðir á bak við sig til að geta sinnt einkennameðferð sem skyldi.

Ef, vegna óviðráðanlegra aðstæðna, þarf að draga úr eða fella niður þjónustu til skjólstæðings er forgangsraðað á eftirfarandi hátt.

  • Vegna ráðgjafar, öryggisinnlits, stuðnings er símtal í stað vitjunar.
  • Vegna stuðnings og eftirlits með einkennameðferð er metið hverju sinni þörf fyrir vitjun.
  • Vitjun í lífslokameðferð fellur aldrei niður.

Ferli umsókna

Læknar og hjúkrunarfræðingar heilbrigðisstofnana geta sótt um.

Umsókn skal berast í gegnum sögukerfið - í eyðublöðum – „beiðni um meðferð“ og hakað er við SAk – Heimahlynning. Tilgreina tilefni og sjúkdómgreiningu. Nauðsynlegt er að hringja í vaktsíma heimahlynningar – 860-4666 til að láta vita af beiðninni ef þjónusta þarf að hefjast strax.

Beiðni getur verið hafnað ef hún fellur ekki undir þjónusturamma.

Eftir að beiðni berst. 

Umsóknir sem berast eru metnar á vikulegum teymisfundi hjúkrunarfræðinga og lækna á þriðjudögum.

Upphaf þjónustu

Eftir að teymið hefur fjallað um umsókn og samþykkt hana hefur hjúkrunarfræðingur samband við skjólstæðing eða aðstandendur með hans samþykki innan fimm daga, fyrr ef nauðsyn krefur. Í sameiningu er ákveðinn tími fyrir frumvitjun Um leið og hjúkrunarfræðingur hefur haft samband við skjólstæðing getur hann nýtt sér bakvaktarþjónustu heimahlynningar allan sólahringinn.

Hjúkrun og verkefni

  • Einkennaeftirlit/meðferð
  • Lyfjatiltekt/sérhæfð lyfjagjöf/meðferð
  • Sálrænn stuðningur
  • Aðstoð við athafnir daglegs lífs eftir þörfum
  • Fræðsla
  • Teymisvinna
  • Frumvitjun, matsvitjun og eftirvitjun
  • Fjölskyldufundir
  • Útskriftarfundir  

Umfang

Heimahlynning sinnir vitjunum í heimahúsum á Akureyri og nágrenni.

Þeir sjúklingar sem búa fjarri starfsstöð og mjög afskekkt eiga sama rétt og aðrir til þjónustu og er hún veitt sem stuðningur eða fræðsla gegnum síma/fjarfundarbúnað ef kostur er og í samvinnu við heilbrigðisstofnun viðkomandi staðar.

Teymisvinna innan og utan SAk

Áhersla er lögð á teymisvinnu, og samstarf er við starfsfólk almennu göngudeildarinnar. Einnig er samstarf við starfsfólk annarra deilda sjúkrahússins sem og aðrar heilbrigðisstofnanir og velferðarþjónustu, sérstaklega hvað varðar framvindu hjúkrunar, breytingar á meðferð og upplýsingar sem hafa áhrif á líðan.

Hjúkrunarfræðingar heimahlynningar geta ekki sinnt störfum sem lög um félagsþjónustu nr. 40 27. mars 1991 VII. kafli 25.gr. kveður á um, en þar segir: 

Sveitarfélag skal sjá um félagslega heimaþjónustu til handa þeim sem búa í heimahúsum og geta ekki séð hjálparlaust um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags, veikinda, barnsburðar eða fötlunar.

Mikil samvinna er við heimahjúkrun og samráð haft um vitjanir og umsjón skjólstæðinga sem þurfa annað hvort heimahjúkrun og-/eða aðstoð heimahlynningu. 

Vinnuumhverfi

Í lögum nr. 46 frá 28. maí 1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, merkir vinnustaður það umhverfi innanhúss eða utan, þar sem starfsmaður hefst við eða þarf að fara um vegna starfa sinna. Þar skal fyllsta öryggis gætt og góður aðbúnaður tryggður.

Vinnuumhverfi starfsmanna heimahlynningar er að mestu leiti inni á  einkaheimilum og þarf skjólstæðingurinn eða aðstandendur eða aðrir sem tengjast viðkomandi að tryggja að aðstæður séu þannig að áðurnefndum atriðum sé fullnægt.

Heimili skjólstæðinga er jafnframt vinnustaður starfsfólks og óskað er eindregið eftir því að ekki sé reykt/veipað á meðan þjónustan er veitt og að gæludýr séu lokuð af sé þess óskað. Þegar færð er slæm að vetrinum er óskað eftir að mokað sé frá inngangi og að heimreiðar séu ruddar í sveitum.

Öryggi

Ef aðstæður verða á þann veg inni á heimili skjólstæðings að öryggi þeirra og-/eða starfsmanna sé ógnað þarf tafarlaust að gera viðeigandi ráðstafanir. Í slíkum tilfellum getur þurft að endurmeta eða fresta umönnun á meðan leitað er eftir þeirri ráðgjöf og aðstoð sem við á.

Trúnaður

Starfsfólk heimahlynningar skal viðhafa trúnað í samskiptum við skjólstæðinga og aðstandendur og virða þagnareið sinn varðandi málefni sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu skv. 12 gr. í lögum um réttindi sjúklinga nr. 74/1997.

Sjúkrahúsið á Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112