LyflŠkningadeild / LyflŠkningar

Forst÷­ulŠknir deildarinnar:áGu­jˇn Kristjßnsson Forst÷­uhj˙krunarfrŠ­ingur:á١ra Ester Bragadˇttir Sta­gengill forst÷­uhj˙krunarfrŠ­ins: Sˇlveig Hulda

LyflŠkningadeild / LyflŠkningar


 • Forstöðulæknir deildarinnar: Guðjón Kristjánsson
 • Forstöðuhjúkrunarfræðingur: Þóra Ester Bragadóttir
 • Staðgengill forstöðuhjúkrunarfræðins: Sólveig Hulda Valgeirsdóttir
 • Yfirlæknir hjartalækninga: Jón Þór Sverrisson 
 • Yfirlæknir meltingafæralækninga: Guðjón Kristjánsson
 • Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga: Sigurður Heiðdal
 • Yfirlæknir lífeðlisfræðilækninga: Gunnar Þór Gunnarsson
 • Yfirlæknir innkirtlalækninga: Finnbogi Karlsson

 

Lyflækningadeild er meðferðar- og rannsóknadeild sem hefur það að markmiði að veita alhliða þjónustu í lækningum og hjúkrun á sem flestum sviðum lyflækninga.

Aðaláhersla deildarinnar er lögð á bráðalækningar og sérfræðiþjónustu í hjarta- og æðasjúkdómum, meltingarfærasjúkdómum, smitsjúkdómum, taugasjúkdómum og innkirtlasjúkdómum. Þá er krabbameinslækningum sinnt í samráði við krabbameinslækningadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss og koma sérfræðingar þaðan í reglubundna vinnu á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Á deildinni er jafnframt stundað gróskumikið kennslu- og þjálfunarstarf fyrir nemendur á heilbrigðissviði.

Þess ber að geta að ekki er tekin ábyrgð á verðmætum. Sjúklingar geta fengið að geyma verðmæti í læstum skápi hjá starfsfólki.

 

FYRIR INNLÖGN Á LYFLÆKNINGADEILD

 

Mælst er til þess að sjúklingar hafi persónulega muni meðferðis eins og hreinlætisvörur, inniskó og fatnað.

Mikilvægt að hafa með sér lyfjakort og lyf eða fæðubótarefni sé viðkomandi að nota slíkt, auk hjálpartækja s.s. staf og göngugrind.

Gott að koma með lyfjarúllur til að þær verði ekki ónýtar.

 

MEÐAN DVALIÐ ER Á LYFLÆKNINGADEILD

Á lyflækningadeildinni er veitt einstaklingshæfð hjúkrun, þá er reynt eftir bestu getu að sjá til þess að sami hjúkrunarfræðingur fylgi sjúklingum eftir.

Vaktaskipti hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða eru þrisvar sinnum á sólarhring þ.e. klukkan 08:00, 15:30 og 23:00. Á þessum tímum er miðlun upplýsinga milli vakta til að auðveldara sé að veita samfellda þjónustu.

Stofugangur er kl 09:15 - 11:00 á virkum dögum en aðeins seinna um helgar. Á stofugangi fara læknar og hjúkrunarfræðingar yfir rannsóknir, niðurstöður og annað sem viðkemur sjúklingum. Þér gefst tækifæri til að spyrja lækninn spurninga á stofugangi og þá er gott að vera búinn að skrifa niður spurningar ef einhverjar eru.

Þjónusta annrra fagaðila s.s. sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa og félagsráðgjafa er veitt eftir þörfum. Einnig geta allir óskað eftir viðtali við sjúkrahúsprest.

Aðstandendur sem þurfa að hafa samband í gegnum síma til að fá upplýsingar frá hjúkrunarfræðingum er vinsamlegast bent á að hafa einn tengilið sem hefur samband við hjúkrunarfræðinga og miðlar svo upplýsingum til sinna fjölskyldumeðlima.

 

AFÞREYING Á LYFLÆKNINGADEILD

Á deildinni eiga sjúklingar greiðan aðgang að ljósvakamiðlum.

Í dagstofunni er stórt sjónvarp, auk þess eru minni sjónvörp á öllum sjúkrastofum deildarinnar sem og internettenging. Geta sjúklingar því haft með sér tölvur, farsíma eða annan þess háttar búnað. Á deildinni er ein nettengd fartölva sem sjúklingar hafa afnot af. Í dagstofunni eru ýmsar bækur og tímarit fyrir sjúklingana sem öllum er velkomið að lesa.

Í dagstofunni er ísskápur þar sem sjúklingar geta geymt mat og drykki.

 

HEIMSÓKNATÍMAR LYFLÆKNINGADEILDAR

 

Heimsóknatímar deildarinnar eru tveir: kl. 15:00-17:00 og 19:00-20:00 alla daga vikunnar.

 • Hvíldartími sjúklinga er á milli 13:00 og 14:00
 • Að gefnu tilefni vill starfsfólk ítreka að ofangreindir heimsóknartímar gilda.
 • Ef þörf er á heimsóknum utan þessa tíma verður að hafa samband við starfsfólk.

 

Á deildinni er aðstandendaherbergi sem fjölskylda og aðstandendur mikið eða langveikra sjúklinga geta haft afnot af. Þar er ísskápur og örbylgjuofn. Herbergið er einnig notað fyrir fjölskyldufundi. Aðstandendur geta hringt á deildina og fengið samband við sjúklinga.


Sj˙krah˙si­ ß Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112