Undir handlækningasvið heyra skurðlækningar, bæklunarskurðlækningar, svæfinga- og gjörgæslulækningar, fæðinga- og kvensjúkdómalækningar ásamt undirsérgreinum þar sem það á við, skurðlækningadeild með innritunarmiðstöð, skurðstofa og sótthreinsun, svæfingadeild, gjörgæsludeild, fæðingadeild og læknaritaramiðstöð. Eftirlitsnefnd með aðgengi að og notkun á sjúkraskrám, rafræn sjúkraskrá og skurðstofunefnd heyra til sviðsins auk fagtengdrar verktakaþjónustu.
Yfirmaður sviðsins er framkvæmdastjóri handlækningasviðs. Næsti yfirmaður hans er forstjóri. Staðgengill framkvæmdastjóra er framkvæmdastjóri lyflækningasviðs eða bráða- og þróunarsviðs.
Framkvæmdastjóri sviðsins setur fram stjórnskipan og skipurit sviðsins í samráði við forstjóra og aðra framkvæmdastjóra.
Á handlækningasviði eru 10 stjórnunareiningar: 4 á sviði lækninga, 5 á sviði hjúkrunar og 1 á sviði stoðþjónustu.
Uppfært: mið 17.jan 2018