- Forstöðulæknir Alexander Smárason
- Forstöðuljósmóðir Ingibjörg Hanna Jónsdóttir
Fæðingadeild er staðsett á 3. hæð í elstu byggingu.
Sími fæðingadeildar er 463 0129 og 463 0134.
Meðgöngueftirlit: Mæðravernd er að öllu jöfnu sinnt af ljósmæðrum sem þó beina sínum skjólstæðingum til lækna og ljósmæðra fæðingadeildar ef nánari athugunar eða eftirlits er þörf. Má þar meðal annars nefna háþrýsting, sykursýki á meðgöngu, grun um seinkaðan fósturvöxt og einnig eftirlit með tvíburaþungunum svo nokkur dæmi séu nefnd. Eftirlit með vandamálum snemma í þungun, t.d. grunur um utanlegsþungun eða yfirvofandi fósturláti er í höndum lækna deildarinnar.
Fæðing: Ljósmóðir sinnir að öllu jöfnu fæðingu en læknir er kallaður til ef vandkvæði koma upp.
Sængurlega: Sængurkonum stendur til boða að dvelja sængurlegu á deildinni. Mjög mismunandi er hve langan tíma konur dvelja á fæðingadeildinni eftir fæðingu. Margar notfæra sér möguleikann á heimaþjónustu ljósmæðra og gilda þær reglur að meðganga og fæðing hafi verið án vandkvæða og að sængurkonan sé tilbúin til heimferðar innan 36-48 tíma frá fæðingu. Í sumum tilvikum er einnig hægt að bjóða upp á þjónustu ljósmæðra eða sængurlegu á sjúkrahúsi í heimabyggð. Ef pláss er á deildinni er feðrum, gegn vægu gjaldi, boðið að gista eina nótt eftir fæðinu. Í sængurlegunni stendur foreldrum til boða ýmis fræðsla og leiðsögn við ummönnun nýburans, meðal annars tengt brjóstagjöf.
Aðgerðir: Skjólstæðingum deildarinnar sem þurfa skurðaðgerðar við liggja á gangi skurðlækningadeildar á 2. hæð eftir aðgerðir ef þess gerist þörf. Eftirlit eftir aðgerð fer fram á sérfræðingsmóttöku sem er staðsett á bráðamóttöku inngangur C.
Göngudeild: Fjórir sérfræðingar starfa við fæðinga- og kvensjúkdómalækningar og sinna þau öll sérfræðingsmóttöku. Hægt er að panta tíma hjá Alexander K. Smárasyni, Ragnheiði Baldursdóttur, Val Guðmundssyni eða Orra Ingþórssyni alla virka daga milli 10:00 og 12:00 í síma 463 0133. Einnig er hægt að óska eftir tilvísun frá sínum heimilislækni til skoðunar.
Sérfræðimóttakan er staðsett á bráðamóttöku, inngangur C.
Á göngudeild er sinnt vandamálum tengd móðurlífi svo sem blæðingaróreglu, sigi á grindarholslíffærum en einnig vandamálum frá þvagfærum. Þar er einnig boðið upp á uppvinnslu vegna frjósemisvandamála svo fáein dæmi séu tekin.
![]() |
![]() |
Uppfært: mið 24.jan 2018