Meðgöngueftirlit
Mæðravernd er að öllu jöfnu sinnt af ljósmæðrum sem þó beina sínum skjólstæðingum til lækna og ljósmæðra fæðingadeildar ef nánari athugunar eða eftirlits er þörf.
Má þar meðal annars nefna háþrýsting, sykursýki á meðgöngu, grun um seinkaðan fósturvöxt og einnig eftirlit með tvíburaþungunum svo nokkur dæmi séu nefnd. Eftirlit með vandamálum snemma í þungun, t.d. grunur um utanlegsþungun eða yfirvofandi fósturláti er í höndum lækna deildarinnar.
![]() |
![]() |
![]() |
Uppfært: fim 15.mar 2012