Þungunarrof

Þungunarrof fer fram á heilbrigðissjúkrastofnun og  stendur til boða á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Lög um þungunarrof gefur heimild til að rjúfa þungun undir

Þungunarrof

Þungunarrof fer fram á heilbrigðissjúkrastofnun og  stendur til boða á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Lög um þungunarrof gefur heimild til að rjúfa þungun undir 22 vikum.

Mikilvægt er að þungun sé staðfest með þungunarprófi.

Ef þú ert að íhuga þungunarrof getur þú haft samband við ritara fæðinga og kvensjúkdómadeildar Sjúkrahússins á Akureyri í síma 463-0133, milli 10-12 virka daga. Þá ferðu á símalista og haft verður samband frá sjúkrahúsinu til frekari upplýsinga og tími bókaður í skoðun. 

Tvenns konar meðferð stendur til boða.

  1. Meðferð með lyfjum ef meðgöngulengd er styttri en 9 vikur. Meðferð getur hafist strax og þungun er staðfest með ómskoðun. Gefið er lyf sem stöðvar áhrif þungunhormóns.

    Tveim dögum seinna eru fjórar töflur settar upp í leggöngin að morgni, blæðingar geta byrjað um 1-3 klst eftir að töflur hafa verið settar upp. Mikilvægt er að hafa einhvern hjá sér í þessu ferli. Eins ef ekki er byrjað að blæða eftir 3 klst að hafa samband við fæðinga og kvensjúkdómadeild SAk.

    Þörf er á að taka þungunarpróf að 4-5 vikum liðnum til að meta hvort meðferð hafi tekist. Einnig mun ljósmóðir hafa samband á þessum tíma til að athuga hvernig ferlið hefur gengið og hvernig líðan er.

  2. Aðgerð stendur til boða frá 9-12 viku. Þegar að búið er að staðfesta þungun með ómskoðun hjá lækni er hægt að bóka tíma í aðgerð.

    Aðgerðin er gerði í stuttri svæfingu og þegar konan búin að jafna sig fer hún heim samdægurs. Gott er að hafa einhvern með sér í ferlinu þar sem ekki má keyra eftir svæfingu.

Eftir 12 vikur er þungunarrof framkallað bæði með lyfjum og aðgerð og mun meira inngrip. Þungunarrof skal ávallt framkvæma eins fljótt og auðið er og helst fyrir 12 vikur.

Viðtal við félagsráðgjafa stendur öllum til boða sem þess óskar hvenær sem er í ferlinu.

Sjúkrahúsið á Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112