Gjörgæsludeild / Gjörgæslulækningar

Forstöðulæknir er Oddur Ólafsson. Forstöðuhjúkrunarfræðingur er Brynja Dröfn Tryggvadóttir. Gjörgæsludeild tekur til meðferðar sjúklinga frá öllum

Gjörgæsludeild / Gjörgæslulækningar


Gjörgæsludeild tekur til meðferðar sjúklinga frá öllum deildum sjúkrahússins sem þurfa á gjörgæslumeðferð að halda.

Á deildinni eru rými fyrir 5 gjörgæslusjúklinga, þar af eitt einbýli.

Heimsóknartímar

Heimsóknir eru í samráði við hjúkrunarfræðinga deildarinnar. Á morgnanna fer fram aðhlynning sjúklinga, stofugangur lækna og rannsóknir framkvæmdar, þannig að erfitt er að koma við heimsóknum á þeim tíma.

Aðstandendur eru velkomnir á tímabilinu milli kl. 14:00 til 20:00 og á öðrum tíma eftir samkomulagi.

Ekki er æskilegt að fleiri en tveir aðstandendur séu hjá sjúklingi hverju sinni. Einnig leyfir ástand sjúklings oft á tíðum ekki langar heimsóknir. Heimsóknir barna yngri en 12 ára eru ekki leyfðar nema í samráði við hjúkrunarfræðinga deildarinnar. Áður en komið er inn á deildina eru aðstandendur beðnir að hringja dyrabjöllu.

Sjúkrahúsið á Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112