Læknaritaramiðstöð

Forstöðuheilbrigðisgagnafræðingur: Guðrún Jóhannesdóttir Á Sjúkrahúsinu á Akureyri  starfa 27 heilbrigðisgagnafræðingar á hinum ýmsu deildum. Flestir

Miðstöð heilbrigðisgagnafræðinga

Forstöðuheilbrigðisgagnafræðingur: Guðrún Jóhannesdóttir

Á Sjúkrahúsinu á Akureyri  starfa 27 heilbrigðisgagnafræðingar á hinum ýmsu deildum. Flestir starfa innan veggja sjúkrahússins en einn heilbrigðisgagnafræðingur er staðsettur í Kristnesi.

Helstu verkefni heilbrigðisgagnafræðinga eru að skrifa sjúkraskýrslur, dagnótur, læknabréf, skoðanir sérfræðinga, aðgerðarlýsingar, röntgenlýsingar, dánarvottorð og ýmis vottorð fyrir sjúklinga. Auk þess ýmislegt annað sem til fellur s.s. fyrirlestra, ritgerðir, greinar og önnur atriði vísindalegs eðlis á íslensku, ensku eða norðurlandamálum.

Jafnframt  starfa fræðingar við móttökustörf á dag- og göngudeildum meðfram skrifum. Þeir hafa milligöngu milli sjúklinga og lækna, taka niður tímapantanir í símatíma alla virka daga o.fl. Einnig aðstoða heilbrigðisgagnafræðingar við undirbúning við innritun sjúklinga á innritunarmiðstöðvum sjúkrahússins.

Tveir skjalaverðir hafa umsjón með sameiginlegu sjúkraskjalasafni.  

Heilbrigðisgagnafræðingar starfa eftir ströngum siðareglum og er þeim skylt að gæta þagmælsku um atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum og eðli máls.

Beiðni um afrit af sjúkraskrá
Beiðni um afrit af mæðraskrá 

Sjúkrahúsið á Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112