- Forstöðuhjúkrunarfræðingur: Anna Lilja Filipsdóttir
- Staðgengill forstöðuhjúkrunarfræðings:
Deildin er 20 rúma skurðdeild og er staðsett á annarri hæð í legudeildarálmu Sjúkrahússins á Akureyri.
Innritunarmiðstöð:
Innritunarmiðstöð er starfandi í tengslum við deildina. Þar koma sjúklingar sem eru innkallaðir til aðgerða til undirbúnings, rannsókna og fræðslu fyrir aðgerð.
Umsjón biðlista er í höndum hjúkrunarfræðinga á innritunarmiðstöð. Innlögn er skipulög þegar innlagnarbeiðni hefur borist frá viðkomandi sérfræðingi. Hringt er í sjúkling þegar dagsetning aðgerðar liggur fyrir og sjúklingur er þá boðaður á innritunarmiðstöð í undirbúning fyrir aðgerðina.
Sjúklingar sem eru á biðlista eftir skurðaðgerð geta hringt á innritunarmiðstöðina í símatíma mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl.13-14 og fengið upplýsingar um biðtíma. Sími: 463-0225
Markmið með innköllun í aðgerðir:
- Að hjúkrunarfræðingur boði sjúklinga í aðgerð og hefji strax undirbúning og fræðslu s.s. um áætlaðan legutíma og fyrirhugaða útskrift.
- Að tryggja að sjúklingur sé heilsufarslega tilbúinn í aðgerð. Farið yfir nauðsynlegar rannsóknir/eftirlit.
- Gæta jafnræðis við biðtíma sjúklinga eftir skurðaðgerðum.
Sérgreinar sem falla undir starfsemina eru;
- Augnlækningar, sjúklingar sem eru að koma í aðgerðir á augum.
- Almennar skurðlækningar, æðaskurðlækningar og þvagfæraskurðlækningar, meðferð sjúklinga sem verða fyrir höfuðhöggum eða brjóstholsáverkum.
- Stærri lýtaaðgerðir, ásamt minni áverkum vegna bruna.
- Kvensjúkdómar – skurðsvið og bráðar aðgerðir og sjúkdómar sem ekki tengjast meðgöngu.
- Háls-, nef- og eyrnalækningar og augnlækningar í einstaka tilfellum
Hluti sjúklinga koma innkallaðir, þ.e. vitað er um komu þeirra með fyrirvara. Hluti sjúklinga mæta fyrir innlögn á innritunarmiðstöð, sem tilheyrir deildinni, þar sem undirbúningsrannsóknir og fræðsla fer fram.
Hluti sjúklinga leggjast inn brátt t.d. eftir slys, áverka eða skyndilega versnun á sjúkdómi.
Viðfangsefni hjúkrunar á deildinni eru fræðsla og undirbúningur fyrir skurðaðgerðir og hjúkrun sjúklinga eftir aðgerðir. Sjúklingar eru hvattir til hreyfingar og áhersla lögð á fyrirbyggjandi þætti tengda legu. Fræðsla tengd framhaldsmeðferð og undirbúningi fyrir útskrift er mikilvægur þáttur í umönnun sjúklinga.
Handlækningar:
Sjúklingum er sinnt vegna almennra skurðlækninga, æðaskurðlækninga, þvagfæraskurðlækninga og lýtaskurðlækninga.
Algengustu aðgerðirnar eru aðgerð á gallvegum, þvagfærum og kviðarholsaðgerðir. Inn á deildina leggjast einnig sjúklingar með kviðverki til eftirlits og sjúklingar sem þurfa nákvæmt eftirlit eftir áverka á höfuð og/eða brjóstkassa.
Einnig sjúklingar með krabbamein til rannsókna og einkennameðferðar.
![]() |
![]() |
![]() |
Uppfært: mán 15.mar 2021