- Bryndís Davíðsdóttir hjúkrunarfræðingur s: 463 0225
- Steinunn Hauksdóttir hjúkrunarfræðingurs: 463 0226
Innritunarmiðstöð er starfandi í tengslum við deildina. Þar koma sjúklingar sem eru innkallaðir til aðgerða til undirbúnings, rannsókna og fræðslu fyrir aðgerð.
Umsjón biðlista er í höndum hjúkrunarfræðinga á innritunarmiðstöð. Innlögn er skipulög þegar innlagnarbeiðni hefur borist frá viðkomandi sérfræðingi. Hringt er í sjúkling þegar dagsetning aðgerðar liggur fyrir og sjúklingur er þá boðaður á innritunarmiðstöð í undirbúning fyrir aðgerðina.
Sjúklingar sem eru á biðlista eftir skurðaðgerð geta hringt á innritunarmiðstöðina virka daga milli kl 08:00 - 14:00 og fengið upplýsingar um biðtíma.
Einnig er hægt að senda tölvupóst á hjúkrunarfræðinga á innritunarmiðstöð.
Markmið með innköllun í aðgerðir:
- Að hjúkrunarfræðingur boði sjúklinga í aðgerð og hefji strax undirbúning og fræðslu s.s. um áætlaðan legutíma og fyrirhugaða útskrift
- Að tryggja að sjúklingur sé heilsufarslega tilbúinn í aðgerð. Farið yfir nauðsynlegar rannsóknir/eftirlit.
- Gæta jafnræðis við biðtíma sjúklinga eftir skurðaðgerðum
Uppfært: mið 11.des 2013